Starfsbraut (Staðfestingarnúmer 30)

Starfsbraut er ætluð nemendum sem hafa viðurkennd greiningargögn um fötlun skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Námið er einstaklingsmiðað og sveigjanlegt. Starfsbraut er 240 einingar. Nám á starfsbraut miðast alltaf við 4 ár, einingafjöldinn sem nemendur útskrifast með er einstaklingsbundinn en nemendur útskrifast eftir 4 ár óháð einingafjölda. Nám og kennsla á starfsbraut eru skipulögð með tilliti til þess nemendahóps sem innritast á brautina á hverjum tíma. Áhersla er á að auka félagsleg samskipti nemenda og undirbúa þá undir áframhaldandi nám við hæfi og/eða þátttöku á vinnumarkaði.

Forkröfur

Nemendur þurfa að hafa viðurkennd greiningargögn um fötlun skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992.

Skipulag

Starfsbraut er 240 einingar. Nám á starfsbraut miðast alltaf við 4 ár, einingafjöldinn sem nemendur útskrifast með er einstaklingsbundinn en nemendur útskrifast eftir 4 ár óháð einingafjölda. Starfsbraut er ætluð nemendum sem hafa viðurkennd greiningargögn um fötlun skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Námið er einstaklingsmiðað og sveigjanlegt. Nám og kennsla á starfsbraut er skipulagt með tilliti til þess nemendahóps sem innritast á brautina á hverjum tíma. Áhersla er á að auka félagsleg samskipti nemenda og undirbúa þá undir áframhaldandi nám við hæfi og/eða þátttöku á vinnumarkaði.

Námsmat

Við skólann er leiðsagnarmat og símat án lokaprófa. Öll verkefni gilda til lokaeinkunnar. Verkefni geta verið umræður, rituð verkefni eða munnleg, ljósmyndir, kvikmyndir, próf, tónlist eða hvað annað sem við á. Mælt er með að nemendur taki áfanga í upplýsingatækni í upphafi náms til að þekkja hvernig þeir vinna mismunandi skil. Sjá nánar útfærslu í skólareglum.

Reglur um námsframvindu

Nemandi í fullu námi skal ljúka að lágmarki 15 einingum á önn. Skólameistari getur heimilað undantekningu frá þessari reglu vegna skilgreindra námsörðugleika, veikinda og annarra óviðráðanlegra aðstæðna. Sjá nánar útfærslu í skólareglum.

Hæfnisviðmið

  • eiga samskipti við daglegar athafnir á sínum forsendum
  • auki sjálfstraust sitt, sjálfstæði og samskiptahæfni til daglegra athafna
  • auki möguleika sína til áframhaldandi náms við hæfi
  • njóta margbreytileika íslenskrar menningar á sínum forsendum
  • taka þátt á vinnumarkaði á sínum forsendum

Almennur kjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Enska ENSK 1EG05 1HE05 10 0 0
Upplýsingatækni dreifmenntar UPPD 1US05 5 0 0
Inngangur að félagsvísindum INNF 1IS05 5 0 0
Inngangur að listum INNL 1IS05 5 0 0
Inngangur að náttúruvísindum INNÁ 1IS05 5 0 0
Lýðheilsa LÝÐH 1LA02 1LB02 1LD02 1HR02 8 0 0
Stærðfræði STÆR 1SI05 1SJ05 1SK05 15 0 0
Frumkvöðlafræði FRUM 1TS05 5 0 0
Íslenska ÍSLE 1ÍA05 1ÍB05 1ÍC05 1ÍE05 1ÍD05 25 0 0
Starfsnám STAR 1SA04 1SB04 1SC04 1SD04 1SE04 1SF04 24 0 0
Tilveran TILV 1SN05 1TA05 1HH05 1MN05 1SS05 1TS05 30 0 0
Einingafjöldi 137 137 0 0

Brautarkjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Íþróttagrein ÍÞRG 1BÝ02 1HA02 1KN02 1KÖ02 8 0 0
Fjármálalæsi FJÁR 1FD05 5 0 0
Félagsfræði FÉLA 1SF05 5 0 0
Hönnun HÖNN 1HF02 2 0 0
Félagsstörf FÉLS 1LT02 1FS05 7 0 0
Íslenska ÍSLE 1DB02 2 0 0
Lýðheilsa LÝÐH 1HH02 1HV02 1SI01 1HÚ01 6 0 0
Skapandi tónlist SKTL 1HB02 1SA03 1SB03 1SS05 13 0 0
Leiklist LEIK 1LE02 2 0 0
Menningarlæsi MLÆS 1ML03 3 0 0
Náttúrusaga NÁSA 1NS05 5 0 0
Sjávarútvegsfræði SJÁV 1SÚ02 2 0 0
Enska ENSK 1UE03 3 0 0
Líffræði LÍFF 1VF02 2 0 0
Myndlist MYNL 1ÚS05 5 0 0
Einingafjöldi 70 70 0 0