Nemendur hafa aðgang að Heilbrigðisstofnuninni í Fjallabyggð á Hornbrekku (sunnan við knattspyrnuvöll) á opnunartíma.
Læknir
Hægt er að panta tíma hjá lækni alla virka daga í síma 466-4050
Skólahjúkrun
- Skólahjúkrunarfræðingur er Guðrún Helga Kjartansdóttir.
- Viðtalstími í skólanum er á fimmtudögum 11-12.
Ekki þarf að panta tíma. Þjónustu skólahjúkrunarfræðings þarf ekki að borga.
Nemendur geta leitað eftir ráðgjöf og aðstoð í ýmsum málum og eru hér nokkur nefnd:
- líkamleg vandamál, verkir, meiðsli, sjúkdómar
- húðvandamál
- næring
- svefn og hvíld
- andleg líðan, sorg, þunglyndi, áhyggjur
- félagsleg líðan, samskipti, ofbeldi, einelti
- kynfræðsla, getnaðarvarnir, kynlíf
- vímuefnaneysla í nánasta umhverfi eða eigin neysla
- ráðleggingar í reykbindindi
Margt fleira kemur til greina, hikið ekki við að koma og ræða málin eða fræðast.
Hjúkrunarfræðingar eru bundnir þagnarskyldu.
(Endurskoðað 27. september 2016)