Náms- og starfsráðgjöf

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa Menntaskólans á Tröllaskaga

 

Markmið náms- og starfsráðgjafar Menntaskólans á Tröllaskaga er að veita öllum nemendum skólans þjónustu í málum sem tengjast persónulegum högum þeirra, námi - og starfsvali. Auk þess að veita foreldrum, kennurum og öðru starfsfólki ráðgjöf/fræðslu í málefnum einstakra nemenda. Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er fyrst og fremst að vera málsvari og trúnaðarmaður nemenda innan skólans og standa vörð um velferð þeirra.

 

Náms- og starfsráðgjafinn veitir öllum nemendum skólans margvíslegan stuðning meðan á námi stendur og hefur það að markmiði að skapa hverjum nemenda sem bestar aðstæður í námi.

Stuðningur hans felst m.a. í því að

  • skipuleggja og sjá um framkvæmd náms- og starfsfræðslu í skólanum
  • annast ráðgjöf um náms- og starfsval
  • taka þátt í að skipuleggja ýmsar aðgerðir til að stuðla að betri líðan og farsæld í námi nemenda í skólanum
  • aðstoða nemendur við að finna úrræði vegna námserfiðleika
  • hjálpa nemendum að átta sig á áhugasviðum sínum
  • hjálpa nemendum að finna styrkleika sína og námsstíl
  • liðsinna kennurum vegna námsvanda einstakra nemenda og vera þeim til aðstoðar við skipulagningu og umsjón með nemendahópum
  • vera í samskiptum við forráðamenn nemenda þegar þörf er á
  • hafa umsjón, ásamt aðastoðarskólameistara, með mætingum nemenda og viðbragðsferli

 

Að auki er hlutverk náms- og starfsráðgjafa

  • að taka saman skýrslu um starfsemina í lok hvers skólaárs
  • að sjá um kynningar á skólanum
  • að stýra stoðþjónustu teymi skólans
  • að sitja í heilsu- og forvarnarteymi skólans
  • að vinna að ýmsum verkefnum í samráði við skólastjórnendur
  • að sitja í eineltisteymi skólans
  • að sitja í neyðarstjórn skólans
  • að vera tengiliður við skólahjúkrunarfræðing
  • að halda utanum og fylja eftir móttökuáætlun fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku og sjá til þess að upplýsingar á heimasíðu séu réttar

 

Náms- og starfsráðgjafi metur hvort unnt sé að leysa úr málum innan skólans eða hvort leita þurfi eftir sérhæfðari meðferð til viðeigandi sérfræðinga eða stofnana. Hann kemur upplýsingum þar um til skólameistara.

Einnig veitir náms- og starfsráðgjafi skólans nemendum og öðrum sem til hans leita upplýsingar og fræðslu um starfshætti skólans, skólareglur, kennsluhætti og námsmat.

Fara skal með vitneskju sem náms- og starfsráðgjafi öðlast um persónuleg mál einstaklinga sem trúnaðarmál.

Árlegur starfstími náms- og starfsráðgjafa er frá því að skólinn er opnaður eftir sumarleyfi að hausti og til 15.-20. júní (eða þar til vinnu við innritun lýkur).

 

Við í Menntaskólanum á Tröllaskaga viljum að nemendur

  • temji sér vaxtarhugarfar og þekki þannig styrkleika sína og veikleika
  • beri virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
  • setji sér raunhæf markmið og standi við þau
  • viti að það er alltaf hægt að leita aðstoðar
  • séu í virku samstarfi við samnemendur og samfélagið

 

Nemendur og foreldrar geta alltaf haft samband við náms- og starfsráðgjafa alla daga eða sent tölvupóst á namsradgjof@mtr.is

 

 

 

Endurskoðað 9. nóvember 2021