Forvarnir

Við skólann er starfandi forvarnafulltrúi sem

  • hefur fasta viðtalstíma á starfstíma skólans og er þar til taks fyrir nemendur, foreldra og starfsmenn
  • tekur við upplýsingum um nemendur yngri en 18 ára sem gætu átt við félagslegan vanda að stríða af völdum heimilisaðstæðna, neyslu áfengis eða annarra fíkniefna eða eru af öðrum ástæðum í áhættuhópi
  • miðlar upplýsingum um leiðir til aðstoðar fyrir ungt fólk í vanda og foreldra þess
  • aflar sér þekkingar á sviði forvarna í framhaldsskólum eftir því sem kostur er
  • er tengiliður skólans við fræðsluaðila á sviði forvarna og skipuleggur með þeim námskeið eða fundi ætluðum nemendum og/eða starfsfólki skólans á dagvinnutíma
  • kynnir starfsemi sína fyrir nemendum á hverri haustönn
  • er í samstarfi við námsráðgjafa, hjúkrunarfræðing og félagsmálafulltrúa skólans, nemendafélagið, íþrótta- og tómstundafulltrúa Fjallabyggðar og aðra framhaldsskóla, lögreglu og fagaðila utan skólans á dagvinnu tíma
  • sér um að koma upplýsingum um forvarnir sem eiga að birtast á heimasíðu skólans til vefstjóra.


Endurskoðað 14. ágúst 2015