Erlend verkefni fréttir

Kynning á Evrópuverkefnum fyrir ungt fólk

Í síðustu viku fengum við góða heimsókn þegar fulltrúar Rannsóknarstöðvar Íslands, Rannís, komu í skólann. Þetta voru þær Miriam Petra Ómarsdóttir Awad og Svandís Ósk Símonardóttir sem báðar starfa sem sérfræðingar á mennta- og menningarsviði hjá Rannís. Miriam er m.a. verkefnastýra Eurodesk á Íslandi og sér um kynningar og fyrirspurnir um tækifæri fyrir ungt fólk í evrópsku samstarfi og Svandís Ósk hefur umsjón með samstarfsverkefnum í háskólahluta og æskulýðshluta Erasmus+ auk þess sem hún er hluti af kynningarteymi Landskrifstofu Erasmus+. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna fyrir nemendum og starfsfólki skólans hin ýmsu styrkhæfu verkefni sem bjóðast á vettvangi Erasmus+, hvort sem er innanlands eða utan. Má þar t.d. nefna ungmennaskipti þar sem ungt fólk kynnist lífi og menningu jafnaldra þeirra í Evrópu, þátttökuverkefni sem hvetja ungt fólk til virkni og þátttöku í samfélaginu, sjálfboðaliðastörf til að gefa af sér, efla sjálfstraust og færni og samfélagsverkefni til að hafa áhrif á nærsamfélag sitt. Funduðu þær stöllur m.a. með Idu Semey, sem er verkefnastýra erlendra verkefna við skólann, og nemendaráði skólans og sáu fulltrúar þess ýmis tækifæri í því sem þær höfðu fram að færa. Aðrir kennarar og nemendur hlustuðu einnig af athygli og ýmsar hugmyndir að verkefnum spruttu út frá umræðum sem fylgdu í kjölfar kynningarinnar. Svo er bara að sjá hvort einhverjar þeirra verði að veruleika.
Lesa meira

Endurmenntun starfsfólks á Alicante

Um þessar mundir er megnið af starfsfólki skólans við endurmenntun í Alicante. Tveir skólar hafa verið heimsóttir, báðir leggja mikla áherslu á erlent samstarf, líkt og MTR, og var því margt að ræða og skoða. Í báðum skólum var ýmislegt fróðlegt að sjá, auk þess sem góð tengsl voru mynduð og hugað að frekara samstarfi í nánustu framtíð.
Lesa meira

Góðir dagar í Portúgal í spennandi verkefni

Þessa dagana er 14 manna hópur frá MTR staddur úti í Portúgal að taka þátt í verkefni sem kallast "Becoming a Biomaker School", snýst það um þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem lúta að umhverfi og sjálfbærni.
Lesa meira

Sérfræðiþekking flutt út til Póllands

Menntaskólinn á Tröllaskaga er í margvíslegu erlendu samstarfi og mörg verkefni í gangi hverju sinni. Eitt þeirra er vinna með aðilum í Póllandi að gerð rafræns kennsluefnis í ensku.
Lesa meira

Verkefni um virka borgaravitund

Ida Semey kennari og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðstoðarskólameistari eru nýkomnar frá Helsinki þar sem þær tóku þátt í Nordplus Adult verkefni um virka borgaravitund. Auk MTR tekur Símenntun á Vesturlandi, KVUC frá Danmörku, KSL Study Centre í Finnlandi og Upplands-Bro Adult education center Svíþjóð þátt í verkefninu. Markmið verkefnisins er að finna verkfæri og leiðir til að stuðla að virkri þátttöku nemenda í lýðræðissamfélagi.
Lesa meira

Fjölbreyttir þemadagar

Í síðustu viku voru þemadagar hjá okkur í MTR. Þemað sem unnið var með barátta kvenna um allan heim í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna.
Lesa meira

Góðir gestir frá Jótlandi

Tólf manna hópur frá Danmörku eru nú í tveggja daga heimsókn í skólanum. Þau skemmtu sér konunglega á snjóþotum og gönguskíðum í gær og veltu sér upp úr snjónum áður en þau stukku út í sundlaug.
Lesa meira

Líf og fjör á 8. mars

Það var líf og fjör í skólanum í dag á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Við fengum Miriam Petru Ómasdóttur Awad í heimsókn en hún fræddi nemendur og kennara um stöðu kvenna af erlendum uppruna hér á landi. Þá var föndrað úr afgöngum og sköpuð verk í tilefni dagsins.
Lesa meira

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Á morgun er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og af því tilefni verður fjölbreytt dagskrá í skólanum. Dagskráin hefst kl. 10:30 og gestir eru velkomnir í skólann að fylgjast með.
Lesa meira

Umhverfismál í öndvegi

Umhverfismál með tengingu við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er viðfangsefni alþjóðlegs verkefnis sem hrint var af stað í vetur. Auk nemenda og kennara MTR taka skólar í Króatíu, Spáni og Portúgal þátt í verkefninu sem er styrkt af Erasmus+.
Lesa meira