TILV1SS05 - Tilveran, samskipti

Tilveran, samskipti

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í áfanganum verður lögð áhersla á: að efla sjálfstraust og virðingu fyrir líkama og sál félagatengsl, vináttu, mannleg samskipti, hreinlæti og almennir hollustuhættir, margbreytileika mannsins, umhverfi og eigin ábyrgð. Einnig verða kennd stutt verkleg námskeið

Þekkingarviðmið

  • samskiptum
  • tjáningu
  • sjálfsvirðingu

Leikniviðmið

  • eiga í samskiptum við aðra
  • tjá sig fyrir framan hóp
  • fara eftir almennum reglum um samskipti

Hæfnisviðmið

  • öðlast sjálfstraust og efla sjálfan sig í að takast á við nýja hluti
  • bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
  • gera sér grein fyrir margbreytileika mannsins og bera virðingu fyrir því
  • gera sér grein fyrir eigin styrkleikum og læri að nýta þá í daglegu lífi
Nánari upplýsingar á námskrá.is