Sjálfsmat

 Sjálfsmatsáætlun Menntaskólans á Tröllaskaga

2014-2017

Í samræmi við 3. grein, lið f, í skólasamningi fyrir tímabilið janúar 2013 til desember 2014 leggur Menntaskólinn á Tröllaskaga hér fram áætlun fyrir sjálfsmat til næstu þriggja ára. Sjálfsmati skólans er ætlað að leiða í ljós styrkleika og veikleika skólastarfsins og vera grundvöllur umbótastarfs.Sjálfsmatinu er ætlað að ná til allra stjórnunarhátta og samskipta innan skólans.

Menntaskólinn á Tröllaskaga starfar í samræmi við ný lög um framhaldsskóla nr. 92/2008. Lögð er áhersla á reglulega endurskoðun á námsframboði og þróun matsaðferða sem notaðar verða í sjálfsmati skólans. Þættir í starfi skólans sem sjálfsmatið tekur til eru m.a. til mats á kennslu út frá sjónarhorni nemenda, kennara og stjórnenda, mats á líðan nemenda og starfsfólks og viðhorfi þeirra til aðstöðu og starfsumhverfis.

Matsaðferðir

  • Kennslukönnun sem er megindleg netkönnun meðal nemenda sem fjallar um kennslu,undirbúning og framsetningu kennara á kennsluefni, námsmatsaðferðir, viðmót kennara og fleira.
  • Viðhorfskönnun sem er megindleg netkönnun meðal nemenda og starfsfólks skólans sem fjallar um ýmsa þætti í starfsemi skólans, starfsumhverfi, líðan, aðbúnað og fleira.
  • Viðhorfskönnun foreldra nemenda undir 18 ára aldri sem er megindleg netkönnun.
  • Könnun á einelti sem er megindleg netkönnun lögð fyrir nemendur.
  • Mat á stjórnunarháttum framkvæmt í rýnihópum og með samræðum starfsmanna. Einnig með þátttöku í könnuninni Stofnun ársins sem er megindleg könnun á vegum fjármálaráðuneytis.
  • Mat kennara á eigin áföngum í lok hverrar annar.
  • Greining á tölulegum gögnum úr Innu varðandi innritun, útskrift, skólasókn og fleira.
  • Starfsmannaviðtöl.
  • Árlegur skólafundur þar sem farið er yfir stefnu og námskrá skólans með nemendum.
  • Aðrar þær aðferðir sem endurskoðun á sjálfsmatsaðferðum kann að leiða í ljós á tímabilinu.

 Tímaáætlun sjálfsmats

 

H-2014

V-2015

H-2015

V-2016

H-2016

V-2017

 

Kennslukannanir

félagsgreinar tungumál

raungreinar íþróttir

raungreinar íþróttir

félagsgreinar tungumál

félagsgreinar tungumál

raungreinar íþróttir

 

Viðhorfskannanir

nóv.

feb.

nóv.

feb.

nóv.

feb.

Nemendur og starfsfólk

Stjórnun

 

 

okt.

 

okt.

 

 

Mat kennara á eigin áföngum

des.

maí

des.

maí

des.

maí

 

Greining á töluegum gögnum

des./jan.

júní

des./jan.

júní

des./jan.

júní

 

Starfsmannaviðtöl

 

apríl

 

apríl

 

apríl

 

Foreldrakönnun

 

jan.

 

jan.

 

jan.

 

Stofnun ársins

 

x

 

x

 

x

 

Eineltiskönnun

okt.

 

okt.

 

okt.

 

Nemendur

Skólafundur

sept.

 

sept.

 

sept.

 

 

Sjálfsmatsskýrsla

ág./sept.

 

ág./sept.

 

ág./sept.

 

 

Endurskoðun áætlunar

sept.

 

sept.

 

sept.

 

 

Unnið að nýrri matsáætlun

 

 

 

 

 

feb.

 


Sjálfsmatsskýrslur: Í sjálfsmatsskýrslum sem hér er rætt um er gert ráð fyrir að dregnir verði fram helstu styrkleikar og veikleikar í skólastarfinu, greindar ógnanir og tækifæri sem koma fram. Síðan eru sett fram viðmið og tillögur til breytinga þar sem þörf er á. Skýrslurnar verðaaðgengilegar á heimasíðu skólans.

(Endurskoðað 19. september 2014)