Grunnþættir menntunar:

Í skólanum og á öllum námsbrautum er unnið með:

heilbrigði og velferð

 • með því að skólinn er heilsueflandi framhaldsskóli
 • með því að styðja nemendur til að stunda hreyfingu með fjölbreyttu úrvali af íþróttaáföngum
 • með því að fylgja settri forvarnarstefnu og hvetja nemendur til að taka heilbrigðar ákvarðanir í lífinu

jafnrétti

 • með því að bjóða nemendum upp á nám við hæfi hvers og eins
 • með því að hvetja nemendur til að fagna fjölbreytileikanum í þjóðfélaginu
 • með því að bjóða upp á áfanga þar sem fatlaðir og ófatlaðir nemendur vinna saman

lýðræði og mannréttindi

 • með aðkomu nemenda að ákvörðunum varðandi skólastarfið
 • með því að þjálfa nemendur í lýðræðislegu gildismati
 • með því að hvetja nemendur til að hafa skoðanir á skólanum og náminu og taka tillit til þeirra við ákvarðanatöku

læsi

 • með því að þjálfa nemendur í að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir bæði munnlega og skriflega
 • með því að efla tengsl náms við samfélagið og efla menningarlæsi nemenda
 • með umfjöllun um mismunandi samfélög og menningarhópa
 • með því að þjálfa nemendur í því að nýta sér margvíslega tækni í þekkingarleit
 • með því að þjálfa nemendur í að afla sér gagna, flokka og nýta sér upplýsingar á gagnrýninn hátt

sjálfbærni

 • með því að gera nemendur meðvitaða um umhverfi sitt, kenna þeim að njóta þess og virða og nýta á skynsamlegan hátt
 • með þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum
 • með því að vekja athygli nemenda á samfélagi sínu og möguleikunum sem þar felast

sköpun

 • með því að í kjarna allra brauta er listaáfangi, Inngangur að listum
 • með því að leggja áherslu á skapandi verkefnavinnu nemenda
 • með því að gefa nemendum tækifæri til að velja sér fjölbreytta valáfanga

 

Hæfnimarkmið námsbrauta eru að nemendur:

á félags og hugvísindabraut:

hafi góða almenna þekkingu á sviði félags- og hugvísindagreina

geti fjallað um og tekið þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál er tengjast samspili hugvísinda, félagsvísinda og samfélags

geti greint einkenni og þróun samfélaga og geri sér grein fyrir mótunaröflum einstaklinga og hópa

séu færir um að beita fræðilegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun upplýsinga, mat, úrvinnslu og túlkun

séu meðvitaðir um umhverfi sitt, hafi lært að njóta þess, virða það og nýta á skynsamlegan hátt

þekki meginstrauma menningar, trúar, stjórnmála og hagþróunar í fortíð og nútíð

geti tekið þátt í rökræðum um samfélagsleg efni

hafi öðlast tölfræðilegt læsi til að geta lesið og sett fram rannsóknarniðurstöður með gagnrýnu hugarfari

séu vel undirbúnir fyrir frekara nám, einkum í félags- og hugvísindum á háskólastigi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

á íþrótta og útivistarbraut:

● íþróttasviði

● útivistarsviði

geti séð um viðburð sem tengist íþrótta- og útivistarstarfi, s.s. kennslu, þjálfun, gönguferð eða móti sem tekur til:

● undirbúnings

● skipulags

● framkvæmdar

● mats

ásamt því að geta metið hlutlægt eigin frammistöðu við verkið og nýtt niðurstöðuna til að ná betri árangri

geti tekið þátt í upplýstri umræðu um málefni er tengjast hreyfingu, heilsueflingu, þjálfun og útivist

geti tekið ábyrgð á þjálfun og leiðbeint öðrum

hafi öðlast fræðilega og verklega undirstöðuþekkingu

geti greint frá afstöðu sinni til heilbrigðs lífsstíls

geti tekið þátt í rökræðum um efni sem tengjast hreyfingu ,heilsu, þjálfun og útivist

geti stundað íþróttir og útivist þar sem krafist er sérstaks útbúnaðar, td. fyrir gönguferðir, skíðaferðir, hjólreiðar, brimbrettareið og fl.

þekki hvernig má nýta sér möguleika til hreyfingar í nánasta umhverfi og úti í náttúrunni

geti fléttað hreyfingu inn í daglegt líf og starf

séu meðvitaðir um umhverfi sitt, hafi lært að njóta þess, virða það og nýta á skynsamlegan hátt

séu vel undirbúnir fyrir frekara nám einkum á sviði kennslu íþróttafræða og útivistar á háskólastigi

á listabraut:

● myndlistarsviði

● listljósmyndunarsviði

● tónlistarsviði

geti hagnýtt þá sérhæfðu þekkingu, leikni, aðferðir og verkkunnáttu sem hann hefur aflað sér

hafi öðlast sjálfstraust og sjálfstæði í þróun hugmynda og sýni áræðni við útfærslu þeirra og túlkun

noti ímyndunarafl, innsæi og tilfinningar við sköpun/flutning verka

geri sér grein fyrir fagurfræðilegu, siðferðilegu og samfélagslegu hlutverki listamannsins

séu fær um að greina, tjá sig um og meta eigin verk og annara af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi

geti fjallað um listgrein sína og sköpun/túlkun og staðsett hana í menningarlegu og listsögulegu samhengi

hafi öðlast hæfni til að meta listrænan styrk sinn og komi auga á hagnýtingu menntunar sinnar

geti staðið að opinberri sýningu/tónleikum/viðburði og miðlað þar listrænum styrk sínum

séu meðvitaðir um umhverfi sitt, hafi lært að njóta þess, virða það og nýta á skynsamlegan hátt

séu vel undirbúnir fyrir frekara nám í ólíkum listgreinum á næsta skólastigi

á náttúruvísindabraut:

hafi góða almenna þekkingu á sviði stærðfræði, náttúru- og raunvísinda

séu færir um að beita vísindalegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna,öflun upplýsinga, mælingar, mat, úrvinnslu og túlkun

geti fjallað um og tekið þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál er tengjast samspili vísinda, tækni og samfélags

séu meðvitaðir um umhverfi sitt, hafi lært að njóta þess, virða það og nýta á skynsamlegan hátt

geti nýtt kunnáttu sína í náttúru- og raunvísindum ásamt skapandi hugsun í mögulegri framtíðarþróun

geti tekið þátt í rökræðum um vísindi og tækni

séu vel undirbúnir fyrir frekara nám, einkum í tæknigreinum, náttúru- og raunvísindum og heilbrigðisgreinum á háskólastigi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Uppfært 29. mars 2021.