Viðbrögð við áföllum

Áfall merkir m.a. slys, tjón, mótlæti, þungbær reynsla eða sjúkdómur skv. Orðabók Menningarsjóðs.

Áfallaráð:

Innan skólans:  Nafn Vinnusími Farsími
Skólameistari Lára Stefánsdóttir 4604242 8693357
Aðst.skólam. Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir 4604241 8952571
Kennari Margrét Líney Laxdal 4604240 8921329
Fulltrúi á skrifstofu Björg Traustadóttir 4604240 8667953
Náms- og starfsráðgjafi Hólmar Hákon Óðinsson 4604243 6956381
       
Samstarfsaðilar utan skólans:   Vinnusími Farsími
Prestur Stefanía Guðlaug Steinsdóttir 4662560 8628887
Heilsugæslustöð Elín Arnardóttir 4324300  
Læknir Ásgeir Bjarnason 4324350 8951912
(vaktsími læknis)
Lögregla Sigurbjörn Þorgeirsson 112 / 4442800  



Almennt um áfallahjálp:
Miklu máli skiptir að kennarar eða starfsmenn sem veita áfallahjálp séu rólegir og gefi sér nægan tíma.
Mikilvægt er að sá sem verður fyrir áfalli finni að hann sé öruggur og geti treyst þeim sem eru hjá honum og að farið sé á afvikinn stað til að fá næði. Þolandi verður að finna fyrir hlýju og vinsemd, um leið og staðreyndir eru skýrðar fyrir honum. Einnig verður að gefa honum tíma til að tjá sig til að koma skipulagi á tilfinningar sínar og hugsun.
Ef slys verður í skóla skal líkamleg skyndihjálp hafa forgang.
Sálræn skyndihjálp felst í því að kennarar og starfsmenn skólans róa og hugga nemendur og starfsfólk. Þeim skal leyfast að fá sem eðlilegasta útrás fyrir tilfinningar sínar, sem geta birst á mismunandi hátt, m.a. sem grátur, ógleði, skjálfti og köfnunartilfinning en geta líka verið doði, tómleikatilfinning, fólksfælni og þörf fyrir einveru.

Viðbrögð skólans við alvarlegu slysi:

  1. Tilkynna á alvarleg slys í skóla til neyðarlínu, síma 112.
  2. Hafa strax samband við skólameistara eða aðstoðarskólameistara. Áfallaráð er kallað saman ef nauðsynlegt er. (Nafn þess sem stýrir ráðinu er undirstrikað).
  3. Starfsmaður sem kemur að slysi skráir hjá sér vitni sem voru að atburðinum og lætur skólameistara fá listann.
  4. Skólameistari eða aðstoðarskólameistari hefur samband við námsráðgjafa til að annast persónuleg mál nemenda sem tengjast slysinu.
  5. Samskipti við foreldra eru í höndum námsráðgjafa/stjórnenda sem njóta aðstoðar umsjónarkennara ef þurfa þykir.
  6. Samskipti við lögreglu og fjölmiðla eru í höndum skólameistara.
  7. Starfsmenn skrifstofu fá upplýsingar og sjá um að halda boðleiðum opnum.
  8. Tilkynning um slys getur farið fram á sameiginlegum fundi nemenda og starfsfólks eða eftir öðrum leiðum.


Viðbrögð skólans við dauða:

  1. Hefjist strax handa! Erfitt er að leiðrétta sögusagnir eftir á, því verður að bregðast skjótt við.
  2. Fá staðfestingu á andláti hjá aðstandendum, lögreglu, sjúkrahúsi eða presti.
  3. Skólameistari/aðstoðarskólameistari hefur samband við námsráðgjafa/umsjónarkennara til að annast persónuleg mál nemenda sem tengist áfallinu.
  4. Áfallaráð skólans er kallað saman ef sá látni er nemandi skólans eða starfsmaður. Farið yfir verkaskiptingu og aðgerðir skólans.
  5. Samskipti við fjölskyldu þess látna (ef um nemanda er að ræða) eru í höndum námsráðgjafa/skólastjórnenda sem njóta aðstoðar umsjónarkennara ef þurfa þykir.
  6. Öll samskipti við lögreglu og fjölmiðla eru í höndum skólameistara.
  7. Húsvörður flaggar fána skólans í hálfa stöng að tilkynningu lokinni og eins á útfarardegi.
  8. Ef skólanum berst tilkynning um áfall er snertir nemanda skólans skal tilkynna áfallaráði skólans um það um leið og upplýsingar berast. Einnig skal skólameistari/aðstoðarskólameistari tilkynna kennurum sem kenna viðkomandi nemanda um atburðinn eins fljótt og auðið er.


Aðgerðaröð í áföllum
Andlát nemanda:

  1. Skólameistari/aðstoðarskólameistari tilkynnir áfallaráði skólans um atburðinn.
  2. Skólameistari kallar starfsmenn skólans saman þar sem þeim er tilkynnt hvað gerst hefur og hver viðbrögð skólans muni vera.
  3. Skólameistari/aðstoðarskólameistari, umsjónarkennari og námsráðgjafi segja nemendum frá atburði í skólastofu og/eða á sal. Gæta þarf þess að allir nemendur fái fregnina á svipuðum tíma. Gefa verður einstökum nemendum kost á að ræða um atburðinn og líðan sína. Hugsanleg eftirfylgd við einstaka nemendur/nemendahópa.
  4. Skólameistari/aðstoðarskólameistari eða námsráðgjafi hafi samband við fjölskyldu hins látna sem fyrst (til dæmis með heimsókn og/eða blómasendingu) og rætt um hvernig skólinn minnist hins látna.
  5. Samúðarkveðjur frá samnemendum og skóla.
  6. Minningarathöfn í skóla eða kirkju í samráði við prest og fjölskyldu.
  7. Minningargrein birt í blaði sem kveðja frá skóla.
  8. Kennsla felld niður eftir hádegi útfarardag.
  9. Nemendur fái að tjá sig um fráfallið þó einhver tími sé liðinn.


Andlát starfsmanns:

  1. Samstarfsmönnum strax tilkynnt um látið.
  2. Samband er haft við aðstandendur, til dæmis með heimsókn og/eða blómasendingu.
  3. Fulltrúar skólans bjóði aðstoð við útfararundirbúning og útför.
  4. Minningarathöfn um hinn látna haldin í skólanum eða kirkju fyrir nemendur.
  5. Samstarfsmenn sjái til þess að minningargrein eða kveðja birtist í blaði.
  6. Kennsla felld niður eftir hádegi útfarardag.


Andlát nákomins ættingja nemanda:

  1. Skólameistari/aðstoðarskólameistari tilkynnir áfallaráði skólans og kennurum sem kenna viðkomandi nemanda um atburðinn.
  2. Skólastjórnendur/námsráðgjafi og umsjónarkennari tilkynni samnemendum viðkomandi nemanda hvað gerst hafi (eftir atvikum).
  3. Farið sé með blóm/minningargjöf frá skólanum/skólafélögum (við foreldramissi) og hafi námsráðgjafi/skólastjórnendur/umsjónarkennari samband við hlutaðeigandi nemanda og kanni líðan hans og undirbúi komu hans í skólann.
  4. Kannaður verði vilji nemandans til frekari viðbragða og óskir hans virtar.


Endurskoðað 3. maí 2023