Reglur vegna vímuefna

  1. Reykingar og önnur tóbaksnotkun (einnig rafrettur ) er með öllu óheimil í húsum skólans og á skólalóð.
  2. Óheimilt er með öllu að neyta, varðveita eða vera undir áhrifum áfengra drykkja í húsum skólans, á skólalóð, svo og á ferðalögum, samkomum eða öðru á vegum skólans.
  3. Óheimilt er með öllu að neyta, varðveita eða vera undir áhrifum ólöglegra vímuefna í húsum skólans, á skólalóð, svo og á ferðalögum, samkomum eða öðru sem fram fer á vegum skólans. Brot á þessari grein varðar tafarlausri brottvísun. Skólinn stendur fyrir reglubundnum og fyrirbyggjandi aðgerðum svo sem utanaðkomandi eftirliti af hálfu lögreglu.
  4. Vakni grunur um meðferð og eða neyslu ólöglegra vímuefna hjá nemanda, geta skólayfirvöld farið fram á að nemandinn undirgangist vímuefnapróf.


Viðurlög

Tafarlaus brottvísun:

  • Að neyta, varðveita eða vera undir áhrifum ólöglegra vímuefna í húsum skólans, á skólalóð, svo og á ferðalögum, samkomum eða öðru sem fram fer á vegum skólans.

Áminning – brottvísun

Formleg áminning í fyrsta skipti en brottvísun við annað brot af þessu tagi:

  • Að neyta, varðveita eða vera undir áhrifum áfengis í húsum skólans, á skólalóð, svo og á ferðalögum samkomum eða öðru sem fram fer á vegum skólans.
  • Skemmdir á munum eða húsnæði skólans.
  • Að neita að fara í vímuefnapróf.


Viðvörun – viðvörun – áminning – brottvísun

Viðvörun við fyrsta og annað brot, formleg áminning við þriðja brot og brottvísun við fjórða brot:

  • Tóbaksnotkun (einnig rafrettur) í húsum skólans eða á skólalóð.


- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Athugasemdir um öll brot eru skráð í Innu.
Áminning er skrifleg og formlegur undanfari brottvísunar við næsta brot.

Endurskoðað 5. október 2016