Skólinn

Menntaskólinn á Tröllaskaga í Ólafsfirði hóf störf haustið 2010.
Skólinn býður upp á metnaðarfullt nám með fjölbreyttum kennsluháttum
sem miða að virkni nemenda og sjálfstæði.   

Einkunnarorð skólans eru: Frumkvæði - Sköpun - Áræði

StúdentarEinkunnarorðin endurspeglast í námsframboði, kennsluháttum, námsaðferðum, skipulagi og viðfangsefnum. Sköpun er grunnþáttur enda lögð áhersla á listir og menningu í skólastarfinu. Sköpun einskorðast þó ekki við slíka þætti heldur er hvatt til þess að skapandi hugsun sé leiðarljós í öllu námi. Áræði og þor er nauðsynlegt til að feta nýjar slóðir. Lesa má um aðferðafræði skólans í geininni „Tröllaskagamódelið: Nám og kennsla í Menntaskólanum á Tröllaskaga.“ 

 

Í námsframboði skólans er megináhersla á bóknám, nám í íþróttum og útivist ásamt listnámi með áherslu á fagurlistir, listljósmyndun og skapandi tónlist.

Lögð er áhersla á erlend samstarf og símenntun starfsmanna erlendis. Við erum viðurkenndur Erasmus+ skóli og tökum þátt í evrópskum og norrænum verkefnum. Einnig er mikil áhersla á umhverfismál og hefur skólinn lokið 5 grænum skrefum í ríkisrekstri, er grænfánaskóli og endurspeglast sú áhersla í flestum námsáföngum og starfi skólans á einn eða annan hátt. Við erum einnig viðurkenndur Unesco skóli.

Endurskoðað 5. desember 2022.