Skólinn

Flak

Menntaskólinn á Tröllaskaga í Ólafsfirði og hóf störf haustið 2010. Skólinn starfar eftir nýjum lögum um framhaldsskóla sem gefa aukið svigrúm í námsvali. Skólinn býður upp á metnaðarfullt nám með fjölbreyttum kennsluháttum sem miða að virkni nemenda og sjálfstæði. Meðalnámstími til stúdentsprófs er 3 ár (200 námseiningar)

Einkunnarorð skólans eru: Frumkvæði - Sköpun - Áræði

Einkunnarorðin endurspeglast í námsframboði, kennsluháttum, námsaðferðum, skipulagi og viðfangsefnum. Sköpun er grunnþáttur enda lögð áhersla á listir og menningu í skólastarfinu. Sköpun einskorðast þó ekki við slíka þætti heldur er hvatt til þess að skapandi hugsun sé leiðarljós í öllu námi. Áræði og þor er nauðsynlegt til að feta nýjar slóðir.

Meginhluti námsefnis er í kennslukerfi skólans, þar eru öll fyrirmæli og upplýsingar um verkefni ásamt leiðbeiningum um hvernig nálgast skal námsefni sem ekki er í kennslubókum eða inni í kennslukerfinu, flestum verkefnum er einnig skilað í kennslukerfinu. Nemendur geta því ekki stundað nám án þess að vera með tölvu í skólanum. Bæði starfsmenn og nemendur þurfa að hafa góð tök á notkun upplýsingatækni.

Í námsframboði skólans er megináhersla á bóknám, nám í íþróttum og útivist ásamt listnámi með áherslu á fagurlistir, listljósmyndun og skapandi tónlist.

Skólinn er hluti Fjarmenntaskólans sem er samstarf framhaldsskóla um list- og starfsnám á framhaldsskólastigi. 

Endurskoðað 14. mars 2014