Sveigjanleg mæting

Sveigjanleg mæting

Þeir nemendur sem geta ekki mætt í allar kennslustundir óska eftir sveigjanlegri mætingu verða að sækja um það skriflega og gera grein fyrir ástæðu umsóknar. Miðað er við að mæting fari ekki undir 50% annars telst nemandi fjarnemi. 

Hverjir geta sótt um sveigjanlega mætingu?
Þeir nemendur sem náð hafa 21 árs aldri og/eða búa við þær aðstæður að þeir telji sig ekki geta mætt í alla tíma, án þess þó að það komi niður á náminu.
Nemendur sem eru 18-20 ára og skrá sig í að hámarki 15 einingar á viðkomandi önn.

Nemendur með sveigjanlega mætingu bera sjálfir ábyrgð á eigin námi og þurfa að kynna sér gaumgæfilega hvaða skyldur fylgja því. Í skólanum er stundað símat og er því skilyrði að nemendur skili verkefnum sínum samkvæmt áætlun. Tekið skal fram að ekki er unnt að fá sveigjanlega mætingu í verklegu námi, svo sem íþróttum og listnámi. Einnig getur verið að skyldumæting sé í ákveðna tíma í öðrum greinum.

Umsóknareyðublað um sveigjanlega mætingu

Endurskoðað 03.09.2015