ÍSLE1ÍC05 - Íslenska 3 á starfsbraut

Íslenska á starfsbraut

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandinn auki kunnáttu sína í þeim samskiptaleiðum sem henta honum. Unnið er að því að nemendur auki orðaforða sinn og málskilning og treysti kunnáttu sína á öllum sviðum lestrar, lesi fjölbreytta texta, bókmenntatexta á auðlesnu máli, ýmsa texta sem birtast í dagblöðum, tímaritum og á netinu. Nemendur fá þjálfun í ritun og tjáningu.

Þekkingarviðmið

  • tjáskiptaleiðum sem henta honum
  • mikilvægi lestrar og bókmennta
  • mikilvægi tjáningar og hlustunar
  • ritun mismunandi texta

Leikniviðmið

  • meðferð máls með auknum orðaforða og málskilningi
  • að lesa mismunandi texta sér til gagns
  • hlustun og tjáningu
  • ritun mismunandi texta við sitt hæfi

Hæfnisviðmið

  • taka þátt í umræðum og rökræðum
  • lesa bókmenntaverk og ýmsa aðra texta s.s. fréttir í dagblöðum og á neti
  • hlusta á aðra og tjá eigin skoðanir
  • ita einfalda texta, sögur og ljóð
Nánari upplýsingar á námskrá.is