MLÆS1ML03 - Menningarlæsi á starfsbraut

menningarlæsi

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Í áfanganum er lögð áhersla á að kynna fyrir nemendum ýmsa merka viðburði í heimssögunni, Íslandssögunni og sögu sveitarfélaganna á Tröllaskaga sem og þær persónur sem sett hafa svip sinn á söguna. Þetta er gert með ýmsum hætti t.d. lestri ýmissa rita, með því að horfa á heimildamyndir og kvikmyndir, skoða ýmiskonar efni á netinu, fara á listsýningar og söfn og fleira. Nemendur vinna ýmiskonar verkefni og kynningar sem tengjast efninu auk þess að sækja söfn og sýningar.

Þekkingarviðmið

  • ýmsum merkum viðburðum í sögu heimsins, Íslandssögunni og úr nágrenni sínu
  • hlutverki ýmissa þekktra persóna í sögunni
  • mikilvægi þess að þekkja til sögunnar
  • gildi lista til að sýna og túlka söguna

Leikniviðmið

  • nýta sér ýmsa miðla til að kynna sér söguna: t.d. kennslubækur, handbækur, fræðirit, myndefni og internetið
  • leita samhengis og tengsla milli tímabila sögunnar sem og milli svæða heimsins
  • tjá skoðanir sínar munnlega og í texta
  • sækja listviðburði og söfn

Hæfnisviðmið

  • gera sér grein fyrir gildi og afstæði sögulegra frásagna og skýringa
  • njóta betur kvikmynda, sjónvarpsþátta og listsýninga með sögulegum skírskotunum
  • geta tekið þátt í umræðum um almenn söguleg málefni
  • fá lifandi áhuga á sögu heimsins
Nánari upplýsingar á námskrá.is