TILV1SN05 - Starfsnám í skóla og upplýsingatækni

Starfsnám í skóla og upplýsingatækni

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Náms- og starfsfræðsla þar sem nemandinn kynnist helstu reglum sem gilda um mannleg samskipti á vinnustað. Fræðsla um réttindi og skyldur starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Farið verður yfir öryggis- og umhverfismál, hættur og hollustu. Hlutverk stéttarfélaga kynnt. Farið yfir launaseðil. Einnig verður kennd almenn notkun upplýsingatækni.

Þekkingarviðmið

  • tilgangi starfs og mikilvægi þess í tengslum við önnur störf
  • helstu atriðum sem taka ber tillit til við starfsval
  • öryggi og hollustuháttum á vinnustað
  • réttindum og skyldum launþega
  • launaseðli og merkingu hans
  • helstu launþegasamtökum og hlutverki þeirra
  • helstu atriðum upplýsingatækni

Leikniviðmið

  • þekkja sterkar hliðar sínar í tengslum við starfsval
  • vega og meta aðstæður á vinnustað með t.t. öryggismála
  • nýta helstu ritvinnslu og reikniforrit
  • nota forritið PhotoStory sem tæki til að kynna sig

Hæfnisviðmið

  • þekkja rétt sinn og skyldur á vinnumarkaði
  • lesa úr einföldum launaseðli
  • velja sér starf við hæfi
  • þekkja almenn öryggisatriði á vinnustöðum
  • geta sótt sér upplýsingar hjá launþegasamtökum
  • þekkja muninn á upplýsingatækni í leik og starfi
Nánari upplýsingar á námskrá.is