LÝÐH1LA02 - Lýðheilsa 1 á starfsbraut

Lýðheilsa 1 á starfsbraut

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Kennslan fer fram utandyra og inni í íþróttasal. Tímarnir verða fjölbreyttir þar sem farið verður í ýmsa leiki ásamt hinum ýmsu íþróttagreinum.

Þekkingarviðmið

  • hvað almennt heilbrigði er
  • mikilvægi hreyfingar hjá sínum aldurshóp
  • mikilvægi heilbrigðs lífsstíls sem inniheldur hreyfingu
  • mikilvægi upphitunar fyrir áreynslu og niðurlags eftir áreynslu
  • fjölbreyttum þjálfunaraðferðum innan þols, styrks og liðleika

Leikniviðmið

  • skipuleggja æfingatíma sinn (upphitun, aðalhluti og niðurlag)
  • iðka fjölbreytta grunnþjálfun og beita mismunandi þjálfunaraðferðum til þess
  • setja sér raunhæf hreyfimarkmið

Hæfnisviðmið

  • nýta sér möguleika til hreyfingar í nánasta umhverfi og úti í náttúrunni
  • nýta sér möguleika til að flétta hreyfingu í daglegt líf eftir bestu getu
  • viðhalda eða bæta eigið líkamshreysti
Nánari upplýsingar á námskrá.is