FÉLS1FS05 - Félagsstörf starfsbraut

félagsstörf, starfsbraut

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Áhersla á sköpun, frumkvæði, samvinnu og þátttöku í stóra verkefninu eftir getu hvers og eins og að allir fái verkefni við hæfi. Aðalhluti áfangans er að gera fullgerða stuttmynd sem verður framlag í stuttmyndakeppni starfsbrauta. Nemendur spreyta sig á öllu því sem við kemur að gera stuttmynd og skila henni fullbúinni til keppni. Finna efni í stuttmynd, rannsaka efnið, búa til handrit, taka myndina upp, leika, klippa og búa til kynningu og hafa frumsýningu. Nemendur heimsækja söfn, fólk og aðra staði til undirbúnings kvikmyndatöku. Einnig þurfa nemendur að sækja um leyfi þar sem það á við, til að taka upp stuttmyndina.

Þekkingarviðmið

  • því hvernig á að vinna saman að svona verkefni
  • því að skrifa handrit
  • notkun handritsforrit til að skrifa kafla
  • ábyrgð hvers og eins í verkefninu
  • því hvernig hvert ferli í gerð stuttmyndar er mikilvægt
  • þöglum myndum – leiktjáningu, tónlist
  • nauðsyn réttrar lýsingar við kvikmyndaupptöku
  • nauðsyn búninga og förðunar til að búa til persónur

Leikniviðmið

  • vinna saman
  • að nota myndvélabúnað til þess að taka upp kvikmynd
  • koma með hugmyndir og framkvæma þær
  • leika mismunandi persónur
  • taka gagnrýni á málefnalegan hátt og færa rök fyrir sínum skoðunum
  • taka tillit til annarra

Hæfnisviðmið

  • greina á milli góðra og lélegra atriða
  • taka upp atriði á myndavélarbúnað og hafa lýsingu á tökustað
  • búa til stuttmynd úr mörgum samsettum atriðum
  • vinna með mörgum og ólíkum einstaklingum
  • sýna þolinmæði og biðlund við langa tökudaga
Nánari upplýsingar á námskrá.is