Námsbrautir

Námstími
Meðalnámstími á stúdentsbrautum er 6 annir, nemandi sem lýkur 33 einingum á önn mun ljúka námi á 3 árum en nemandi sem lýkur 30 einingum á önn klárar á 3,5 ári. Meðalnámstími á grunnmenntabraut er 3 annir. Námstími á starfsbraut er 4 ár.

Um miðja önn er miðannarvika þar sem hefðbundin kennsla fer ekki fram en nemendum ber að velja áfanga sem er í kennslu þá viku allan daginn. Nemendur hafa ekki leyfi frá skóla þá viku.

Reglur um námsframvindu
Nemandi skal ljúka að lágmarki 50% eininga sem hann er skráður í á önn. Skólameistari getur heimilað undantekningu frá þessari reglu vegna skilgreindra námsörðugleika, veikinda og annarra óviðráðanlegra aðstæðna. Sjá nánari útfærslu í skólareglum.

Námsmat
Við skólann er leiðsagnarmat og símat án lokaprófa. Öll verkefni gilda til lokaeinkunnar. Verkefni geta verið umræður, rituð verkefni eða munnleg, ljósmyndir, kvikmyndir, próf, tónlist eða hvað annað sem við á. Mælt er með að nemendur taki áfanga í upplýsingatækni í upphafi náms til að þekkja hvernig þeir vinna mismunandi skil. Sjá nánar útfærslu í skólareglum.

Athugið: Frestur er nánast aldrei gefinn á verkefnaskilum. Eina undantekningin eru mjög alvarleg veikindi nemanda eða fráfall náins ættingja. Skólameistari Lára Stefánsdóttir, lara@mtr.is er eini starfsmaðurinn sem hefur heimild til að semja um skil utan skilatíma.

Skipulag
Nauðsynlegt er að skipuleggja nám sitt vel og hvaða tíma ætlað er í námið. Hver námseining er skipulögð af kennara þannig að hann gerir ráð fyrir að nemandinn þurfi 3 daga miðað við 6-8 klukkustunda vinnu til að ljúka henni. Fimm eininga áfangi er því miðaður við að nemandinn skili 15 daga vinnu eða 90-120 klukkustundum. Vinnunni er síðan dreift yfir önnina. Vinna þarf jafnt og þétt allar vikur til að ná góðum árangri. Nemandi og forráðamenn nemenda yngri en 18 ára fá upplýsingar um námsframvindu nemenda í Innu (athugasemdir) á meðan á námsönn stendur, stutta umsögn á 2-3 vikna fresti.

Stúdentspróf við skólann eru 200 einingar og nemendur þurfa að gæta að hlutfalli milli þrepa á brautinni

Hlutfall eininga á þrepi:

  1. þrep 33-67 einingar
  2. þrep 67-100 einingar
  3. þrep 33-67 einingar

 

Áfangaheiti og þrepaskipting
Fyrsti tölustafur áfanga sýnir á hvaða þrepi áfanginn er (1, 2, 3), þrepaskiptingin gefur til kynna stigvaxandi kröfur í náminu. (LÝÐH1GB02, STÆR2TL05, ÍSLE3FO05)

Nemandi þarf að ljúka áfanga á 1. þrepi áður en hann getur innritast í áfanga í sama fagi á 2. þrepi. Að sama skapi þarf nemandi að ljúka áföngum á 2. þrepi til að mega hefja nám í 3. þreps áfanga í sama fagi miðað við forkröfur áfanga á þrepi.

Dæmi úr íslensku: nemandi þarf að ljúka ÍSLE2RB05 og ÍSLE2FM05 áður en hann getur hafið nám í ÍSLE3FO05 eða ÍSLE3BN05.

Tölustafirnir tveir í lok áfangaheitis segja til um hversu margar einingar nemandi fær fyrir að ljúka áfanganum.

Uppbygging stúdentsbrauta
Allar stúdentsbrautir byggjast upp á kjarna, sérhæfingu (kjarna og vali) og frjálsu vali.

Kjarni er eins á öllum brautum en sérhæfing námsbrautarinnar kemur í ljós í sérhæfingu (brautarkjarni), nemendum gefst svo tækifæri til að dýpka sig í ákveðnum fögum í bundna valinu (brautarval). Frjálsa valið veitir nemendum möguleika á því að velja áfanga af eftir áhugasviði sínu.

Nemendur eru hvattir til þess að skoða vel inngönguskilyrði í það nám sem þeir óska að stunda að loknu stúdentsprófi við val á námsleið (braut), sérhæfingu og vali til að undirbúa háskólanám sitt vel.

Uppfært 29. mars 2021.