Stúdentspróf
Nemendur geta lokið stúdentsprófi af kjörnámsbraut. Kjörnámsbraut er byggð upp af kjarna, sérhæfingu og frjálsu vali. Kjarni og sérhæfing eru samtals 160 einingar og eru skylduáfangar fyrir nemendur brautarinnar. Nemendur þurfa einnig að ljúka 40 einingum í frjálsu vali og geta ráðið úr hvaða námsgreinum þessar einingar koma.
Nemendur velja sér þá sérhæfingu sem þeir vilja leggja áherslu á í námi sínu, hægt er að velja á milli hug og félagsvísinda, náttúruvísinda, íþrótta, útvistar, tónlistar, myndlistar og listljósmyndunar.
Grunnmenntabraut
Nemendur geta lokið framhaldsskólaprófi af Grunnmenntabraut og skilar hún nemendum með hæfni á 2. þrepi. Grunnmenntabraut er 90 einingar og meðalnámstími er 3 annir. Grunnmenntabraut er byggð upp af kjarna og frjálsu vali. Kjarninn er 54 einingar og frjálsa valið 36 einingar. Nemendur velja sér þá áfanga sem þeir vilja leggja áherslu á í frekara námið eða hafa þörf fyrir vegna atvinnu. Hyggi nemendur á áframhaldandi nám verða þeir að gæta að hlutfalli milli þrepa. Nemendur skipuleggja nám sitt á grunnmenntabraut í samráði við námsráðgjafa.
Námstími
Meðalnámstími á stúdentsbrautum er 6 annir, nemandi sem lýkur 33 einingum á önn mun ljúka námi á 3 árum en nemandi sem lýkur 30 einingum á önn klárar á 3,5 ári.
Meðalnámstími á grunnmenntabraut er 3 annir.
Reglur um námsframvindu
Nemandi í fullu námi skal ljúka að lágmarki 15 einingum á önn. Skólameistari getur heimilað undantekningu frá þessari reglu vegna skilgreindra námsörðugleika, veikinda og annarra óviðráðanlegra aðstæðna. Sjá nánari útfærslu í skólareglum.
Námsmat
Við skólann er leiðsagnarmat og símat án lokaprófa. Öll verkefni gilda til lokaeinkunnar. Verkefni geta verið umræður, rituð verkefni eða munnleg, ljósmyndir, kvikmyndir, próf, tónlist eða hvað annað sem við á. Mælt er með að nemendur taki áfanga í upplýsingatækni í upphafi náms til að þekkja hvernig þeir vinna mismunandi skil. Sjá nánar útfærslu í skólareglum.
Skipulag
Nauðsynlegt er að skipuleggja nám sitt vel og hvaða tíma ætlað er í námið. Hver námseining er skipulögð af kennara þannig að hann gerir ráð fyrir að nemandinn þurfi 3 daga miðað við 6-8 klukkustunda vinnu til að ljúka henni. Fimm eininga áfangi er því miðaður við að nemandinn skili 15 daga vinnu. Henni er síðan dreift yfir önnina. Vinna þarf jafnt og þétt allar vikur til að ná árangri. Nemandi og forráðamenn nemenda yngri en 18 ára fá upplýsingar um námsframvindu nemenda í Innu á meðan á námsönn stendur, stutta umsögn á 2-3 vikna fresti.
Einingar
Menntaskólinn á Tröllaskaga starfar eftir nýjum framhaldsskólalögum frá 2008. Námið er metið til framhaldsskólaeininga s.k. f-eininga og er ein eining talin 3ja daga vinna nemandans 6-8 tíma á dag og tekur hún til allrar vinnu nemandans við áfangann, td. þátttöku í kennslustundum og verkefnavinnu bæði í skóla og heima.
Stúdentspróf við skólann eru 200 einingar og nemendur þurfa að gæta að hlutfalli milli þrepa á brautinni
Hlutfall eininga á þrepi:
1. þrep 33-67 einingar
2. þrep 67-100 einingar
3. þrep 33-67 einingar
Áfangaheiti og þrepaskipting
Fyrsti tölustafur áfanga sýnir á hvaða þrepi áfanginn er (1, 2, 3), þrepaskiptingin gefur til kynna stigvaxandi kröfur í náminu. (LÝÐ1A02, STÆ2T05, ÍSL3?05)
Nemandi þarf að ljúka áfanga á 1. þrepi áður en hann getur innritast í áfanga í sama fagi á 2. þrepi. Að sama skapi þarf nemandi að ljúka áföngum á 2. þrepi til að mega hefja nám í 3. þreps áfanga í sama fagi.
Dæmi úr lýðheilsu: nemandi þarf að ljúka LÝÐ1A03 og LÝÐ1B02 áður en hann getur hafið nám í LÝÐ2A02 eða LÝÐ2B05
Bókstafurinn A, B, C, D, F, H, X í heiti áfanga táknar efni áfangans, eins og sjá má í áfangalýsingum http://www.mtr.is/is/page/namsframbod. Hann segir ekki til um röð áfanga því hægt er að taka þá í hvaða röð sem er hafi nemandi lokið þrepinu á undan, þrep er undanfari þreps. Sé spurningarmerki í stað bókstafs skiptir ekki máli hvaða áfangi er valinn í faginu bara að hann sé á réttu þrepi. (LÝÐ1A02, STÆ2T05, ÍSL3?05)
Tölustafirnir tveir í lok áfangaheitis segja til um hversu margar einingar nemandi fær fyrir að ljúka áfanganum. (LÝÐ1A02, STÆ2T05, ÍSL3?05)
Uppbygging stúdentsbrauta
Allar stúdentsbrautir byggjast upp á kjarna, brautarkjarna, bundnu vali og frjálsu vali, svið innan brauta hafa þar að auki sérhæfingu.
Grunnurinn er eins á öllum brautum en sérhæfing námsbrautarinnar kemur í ljós í brautarkjarna og sérhæfingu, nemendum gefst svo tækifæri til að dýpka sig í ákveðnum fögum í bundna valinu. Frjálsa valið veitir nemendum möguleika á því að velja áfanga af öðrum námsbrautum eftir áhugasviði sínu.
Nemendur eru hvattir til þess að skoða vel inngönguskilyrði í það nám sem þeir óska að stunda að loknu stúdensprófi til að geta nýtt valið sitt til að uppfylla þau.
Grunnþættir menntunar:
Í skólanum og á öllum námsbrautum er unnið með:
heilbrigði og velferð
- með því að skólinn er heilsueflandi framhaldsskóli
- með því að styðja nemendur til að stunda hreyfingu með fjölbreyttu úrvali af íþróttaáföngum
- með því að fylgja settri forvarnarstefnu og hvetja nemendur til að taka heilbrigðar ákvarðanir í lífinu
jafnrétti
- með því að bjóða nemendum upp á nám við hæfi hvers og eins
- með því að hvetja nemendur til að fagna fjölbreytileikanum í þjóðfélaginu
- með því að bjóða upp á áfanga þar sem fatlaðir og ófatlaðir nemendur vinna saman
lýðræði og mannréttindi
- með aðkomu nemenda að ákvörðunum varðandi skólastarfið
- með því að þjálfa nemendur í lýðræðislegu gildismati
- með því að hvetja nemendur til að hafa skoðanir á skólanum og náminu og taka tillit til þeirra við ákvarðanatöku
læsi
- með því að þjálfa nemendur í að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir bæði munnlega og skriflega
- með því að efla tengsl náms við samfélagið og efla menningarlæsi nemenda
- með umfjöllun um mismunandi samfélög og menningarhópa
- með því að þjálfa nemendur í því að nýta sér margvíslega tækni í þekkingarleit
- með því að þjálfa nemendur í að afla sér gagna, flokka og nýta sér upplýsingar á gagnrýninn hátt
sjálfbærni
- með því að gera nemendur meðvitaða um umhverfi sitt, kenna þeim að njóta þess og virða og nýta á skynsamlegan hátt
- með þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum
- með því að vekja athygli nemenda á samfélagi sínu og möguleikunum sem þar felast
sköpun
- með því að í kjarna allra brauta er listaáfangi, Inngangur að listum
- með því að leggja áherslu á skapandi verkefnavinnu nemenda
- með því að gefa nemendum tækifæri til að velja sér fjölbreytta valáfanga
Hæfnimarkmið námsbrauta eru að nemendur:
á félags og hugvísindabraut: hafi góða almenna þekkingu á sviði félags- og hugvísindagreina geti fjallað um og tekið þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál er tengjast samspili hugvísinda, félagsvísinda og samfélags geti greint einkenni og þróun samfélaga og geri sér grein fyrir mótunaröflum einstaklinga og hópa séu færir um að beita fræðilegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun upplýsinga, mat, úrvinnslu og túlkun séu meðvitaðir um umhverfi sitt, hafi lært að njóta þess, virða það og nýta á skynsamlegan hátt þekki meginstrauma menningar, trúar, stjórnmála og hagþróunar í fortíð og nútíð geti tekið þátt í rökræðum um samfélagsleg efni hafi öðlast tölfræðilegt læsi til að geta lesið og sett fram rannsóknarniðurstöður með gagnrýnu hugarfari séu vel undirbúnir fyrir frekara nám, einkum í félags- og hugvísindum á háskólastigi
|
á íþrótta og útivistarbraut:
- íþróttasviði
- útivistarsviði
geti séð um viðburð sem tengist íþrótta- og útivistarstarfi, s.s. kennslu, þjálfun, gönguferð eða móti sem tekur til:
- undirbúnings
- skipulags
- framkvæmdar
- mats
ásamt því að geta metið hlutlægt eigin frammistöðu við verkið og nýtt niðurstöðuna til að ná betri árangri geti tekið þátt í upplýstri umræðu um málefni er tengjast hreyfingu, heilsueflingu, þjálfun og útivist geti tekið ábyrgð á þjálfun og leiðbeint öðrum hafi öðlast fræðilega og verklega undirstöðuþekkingu geti greint frá afstöðu sinni til heilbrigðs lífsstíls geti tekið þátt í rökræðum um efni sem tengjast hreyfingu ,heilsu, þjálfun og útivist geti stundað íþróttir og útivist þar sem krafist er sérstaks útbúnaðar, td. fyrir gönguferðir, skíðaferðir, hjólreiðar, brimbrettareið og fl. þekki hvernig má nýta sér möguleika til hreyfingar í nánasta umhverfi og úti í náttúrunni geti fléttað hreyfingu inn í daglegt líf og starf séu meðvitaðir um umhverfi sitt, hafi lært að njóta þess, virða það og nýta á skynsamlegan hátt séu vel undirbúnir fyrir frekara nám einkum á sviði kennslu íþróttafræða og útivistar á háskólastigi
|
á listabraut:
- myndlistarsviði
- listljósmyndunarsviði
- tónlistarsviði
geti hagnýtt þá sérhæfðu þekkingu, leikni, aðferðir og verkkunnáttu sem hann hefur aflað sér hafi öðlast sjálfstraust og sjálfstæði í þróun hugmynda og sýni áræðni við útfærslu þeirra og túlkun noti ímyndunarafl, innsæi og tilfinningar við sköpun/flutning verka geri sér grein fyrir fagurfræðilegu, siðferðilegu og samfélagslegu hlutverki listamannsins séu fær um að greina, tjá sig um og meta eigin verk og annara af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi geti fjallað um listgrein sína og sköpun/túlkun og staðsett hana í menningarlegu og listsögulegu samhengi hafi öðlast hæfni til að meta listrænan styrk sinn og komi auga á hagnýtingu menntunar sinnar geti staðið að opinberri sýningu/tónleikum/viðburði og miðlað þar listrænum styrk sínum séu meðvitaðir um umhverfi sitt, hafi lært að njóta þess, virða það og nýta á skynsamlegan hátt séu vel undirbúnir fyrir frekara nám í ólíkum listgreinum á næsta skólastigi
|
á náttúruvísindabraut:
hafi góða almenna þekkingu á sviði stærðfræði, náttúru- og raunvísinda séu færir um að beita vísindalegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna,öflun upplýsinga, mælingar, mat, úrvinnslu og túlkun geti fjallað um og tekið þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál er tengjast samspili vísinda, tækni og samfélags séu meðvitaðir um umhverfi sitt, hafi lært að njóta þess, virða það og nýta á skynsamlegan hátt geti nýtt kunnáttu sína í náttúru- og raunvísindum ásamt skapandi hugsun í mögulegri framtíðarþróun geti tekið þátt í rökræðum um vísindi og tækni séu vel undirbúnir fyrir frekara nám, einkum í tæknigreinum, náttúru- og raunvísindum og heilbrigðisgreinum á háskólastigi
|
Uppfært 23. apríl 2015