Skólanefnd

Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipar skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga í samræmi við 5. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 til fjögurra ára. Skipunartími skólanefndar hófst 18. október 2022:

Tilnefnd af: Aðalmenn Varamenn
Án tilnefningar Íris Hauksdóttir Jón Valgeir Baldursson
  Katrín Freysdóttir Rósa Jónsdóttir
  Jón Kort Ólafsson Þórhalla Franklín Karlsdóttir
     
SSNE       Dóróþea Reimarsdóttir     Ketill Sigurður Jóelsson
  S. Guðrún Hauksdóttir        Bjarney Sigurðardóttir
     
Áheyrnarfulltrúar:
Fulltrúi kennara - Unnur Hafstað Ármannsdóttir
Fulltrúi nemenda - formaður Nemendafélagsins Trölla
Fulltrúi foreldra - 
 
Framkvæmdastjóri skólanefndar er Lára Stefánsdóttir skólameistari.
 
Verksvið skólanefndar fer eftir lögum um framhaldsskóla 2008 nr. 92 sem er eftirfarandi:
 
 5. gr. Skólanefndir.
 Ráðherra skipar skólanefnd við framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í skólanefnd skulu sitja fimm einstaklingar. Tveir eru skipaðir samkvæmt tilnefningum sveitarstjórna og þrír án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Nefndin kýs sér formann til eins árs í senn. Áheyrnarfulltrúar eru þrír með málfrelsi og tillögurétt, einn tilnefndur af kennarafundi, einn af nemendafélagi skólans og einn af foreldraráði, til eins árs í senn. Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt. Hann er framkvæmdastjóri nefndarinnar.
 Hlutverk skólanefndar er að: 
   
a. marka áherslur í starfi skólans og stuðla að sem bestri þjónustu við íbúa á starfssvæði skólans og tengslum hans við atvinnu-, félags- og menningarlíf,
   
b. vera skólameistara til samráðs um námsframboð skóla,
   
c. staðfesta skólanámskrá að fenginni umsögn almenns skólafundar og fylgjast með framkvæmd hennar,
   
d. veita skólameistara umsögn um árlega starfs- og fjárhagsáætlun í samræmi við niðurstöður fjárlaga og fylgjast með framkvæmd hennar,
   
e. vera skólameistara til samráðs um fjárhæð þeirra gjalda sem skólameistari ákveður skv. 45. gr.,
   
f. vera skólameistara til samráðs um samninga sem viðkomandi skóli gerir,
   
g. vera skólameistara til samráðs um starfsmannamál,
   
h. veita ráðherra umsögn um umsækjendur um stöðu skólameistara.
 
(af vef Alþingis 14. júlí 2010, flettið upp á vef til að tryggja nýjustu útgáfu).

Endurskoðað 26. október 2022