Forvarnarstefna

Stefna Menntaskólans á Tröllaskaga er að styðja nemendur í því að setja sér skýr markmið í lífinu og vinna markvisst að því að ná þeim. Við leggjum áherslu á heilbrigða  lífshætti sem leiða til sjálfsvirðingar, sjálfsstjórnar og jákvæðrar lífssýnar nemenda okkar.
Markmið í forvarnarstefnu er að nemendur öðlist sjálfstraust og búi sig undir að taka ábyrgð á eigin lífi sem og að þeir hafi greiðan aðgang að ráðgjöf og séu meðvitaðir um skyldur sínar og réttindi.

Forvarnarfulltrúi og forvarnarteymi
Í forvarnarteyminu eru ásamt forvarnarfulltrúa, fulltrúi frá nemendum, kennurum,  ásamt náms- og starfsráðgjafa.

Helstu verkefni forvarnarteymis eru að:

 • fylgjast með umræðu um forvarnir og vera í sambandi við aðra aðila sem vinna að sama markmiði s.s.:
  • fræðslumiðstöð í fíknivörnum, FRÆ
  • forvarnarstarfi á vegum menntamálaráðuneytis
  • forvarnarstarfi á vegum Fjallabyggðar
  • forvarnarumræðu á vegum samtaka skólastjórnenda
  • SÁÁ, samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann
  • Vímulausa æsku
  • Aflið – samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi
  • Lýðheilsustöð
  • lögreglu
 • standa að fræðslu um forvarnir og heilbrigðan lífsstíl fyrir starfsfólk, nemendur og forráðamenn nemenda
 • miðla upplýsingum til foreldraráðs skólans
 • halda uppi umræðum og fræðslu um forvarnir og heilbrigða lífshætti og koma á framfæri hugmyndum til að efla þann þátt skólastarfsins
 • hafa eftirlit með að forvarnarstefnu skólans sé fylgt
 • vera til ráðgjafar við gerð aðgerðaáætlana, ef þess er óskað, um hvernig beri að stuðla að heilbrigðari lífsstíl og forvörnum
 • endurskoða forvarnarstefnu skólans


Hlutverk forvarnarfulltrúa er að:

 • veita forvarnarteyminu forstöðu
 • vinnur að stefnumörkun skólans í forvarnarmálum
 • gera forvarnaráætlun fyrir starfstímabil skólans og vera ábyrgur fyrir framkvæmd hennar
 • vinna með félagslífsfulltrúa skólans og nemendum að skipulagi vímulauss félagslífs
 • vera til viðræðu við nemendur sem hafa áhyggjur af eigin vímuefnaneyslu eða neyslu vina sinna og vandamanna
 • vera kennurum og öðru starfsfólki skólans til ráðgjafar hafi þeir grun um vímuefnaneyslu nemenda
 • miðla upplýsingum til nemenda, forráðamanna og starfsmanna þeirra með því að vera með viðtalstíma og standa fyrir fræðslufundum
 • hafa inngrip í mál nemenda þar sem íhlutunar er þörf og meta hvert tilfelli fyrir sig
 • gæta trúnaðar gagnvart skjólstæðingum sínum
 • vera fulltrúi í áfallaráði skólans


Framkvæmd

 1. Forvarnafulltrúi og forvarnaráð hafa yfirumsjón með forvarnastefnu skólans, framkvæmd hennar og útfærslu. Forvarnafulltrúi sér um að kynna stefnuna fyrir starfsfólki og nemendum.
 2. Æskilegt væri að forvarnir kæmu inn í sem flestar námsgreinar skólans með einum eða öðrum hætti.
 3. Forvarnafulltrúi/forvarnaráð þarf að sjá um að reglulega séu haldnir fræðslufundir eða námskeið er tengjast forvörnum á sem flestum sviðum mannlífsins. Nemendum sé gerð skír grein fyrir skaðsemi ólöglegra fíkniefna og hvattir til heilbrigðs lífernis og á þennan hátt komi forvarnir beint inn í félagslíf nemenda.
 4. Forvarnafulltrúi er tengiliður nemenda við yfirvöld skólans í vímuefnamálum og hann hefur einnig tengsl við aðila í samfélaginu er málið varðar.

 
Endurskoðað 12. febrúar 2013