STÆR1SJ05 - Stærðfræði 2 á starfsbraut

Stærðfræði 2 á starfsbraut

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Stærðfræði 1 á starfsbraut
Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur þjálfist í talnameðferð og talnaskilningi og læri að beita skipulögðum vinnubrögðum við úrlausn verkefna. Farið verður í neikvæðar tölur, tugabrot og almenn brot, helstu reikniaðgerðir, notkun töflureiknis, lengdar og þyngdarmælingar og notkun metrakerfisins, hnitakerfi og hnit punkta. Lögð verður áhersla á verkelga kennslu þar sem nemendur vinna með mælingar og skráningu.

Þekkingarviðmið

  • talnamengjum, talnameðferð, almennum brotum og tugabrotum
  • metrakerfinu og samhenginu milli mm, cm, m og km
  • samhenginu milli kg, g, og mg
  • hnitum punkta í tvívíðu hnitakerfi
  • framsetningu gagna á myndrænu formi
  • flatarmáli ferhyrnings, þríhyrnings og hrings
  • rúmmáli kassalaga hluta
  • meðaltali
  • einföldum prósentu reikningi
  • stórum tölum af stærðargráðunni hundrað þúsund og milljón
  • tíma, tímabili, og klukku

Leikniviðmið

  • beita helstu aðgerðum á heilar tölur og beita samlagningu, deilingu og margfeldi á neikvæðar og jákvæðar tölur
  • breyta milli tugabrota og almennra brota og deilanleika með lágum tölum
  • setja fram svör með viðeigandi nákvæmni
  • finna hnit punkta í tvívíðu hnitakerfi og merkja inn punta með ákveðin (x,y) hnit
  • mæla fjarlægðir með málbandi og reglustiku og skrá niðurstöður í km, m, cm og mm
  • mæla rúmmál kassalaga hluta með málbandi og skrá niðurstöður
  • ská endurteknar mælingar skipulega niður á blað og í töflureikni
  • mæla þyngd hluta og skrá niðurstöður í kílógrömmum, grömmum og milligrömmum
  • leggja saman og draga frá verð á hlutum og finna út heildarkostnað og afgang
  • finna hversu mörg prósent hluti er af heild
  • nota klukku og leysa dæmi eins og að finna út hversu langur tími líður frá klukkan 14:10 til 15:20

Hæfnisviðmið

  • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
  • leysa stærðfræðileg verkefni sem er metið með heimaverkefnum og virkni í tímum takast á við stærðfræðileg verkefni með opnum og jákvæðum huga
Nánari upplýsingar á námskrá.is