Menntaskólinn á Tröllaskaga býður upp á fjölbreytt nám til stúdentsprófs, framhaldsskólaprófs ásamt starfsnámi.
Stúdentsbrautir (200 einingar) námslok á 3. þrepi
|
Skilgreindar sérhæfingar (brautir)
|
Valin sérhæfing (kjörnámsbraut)
|
- Félags- og hugvísindi
- Íþróttir
- Útivist
- Náttúruvísindi
- Myndlist
- Listljósmyndun
- Skapandi tónlist
- Viðbótarnám til stúdentsprófs fyrir þá sem hafa lokið iðnnámi.
|
- Skíðaíþróttir (í samstarfi við Skíðasamband Íslands)
- Rafíþróttir
- Önnur sérhæfing að vali nemandans.
|
Áfangar skiptast á þrjú hæfniþrep og þurfa nemendur að gæta að hlutföllum eininga á þrepi. Á stúdentsprófi (200 einingar) þurfa áfangar að raðast á hæfniþrep á eftirfarandi hátt skv. námskrá framhaldsskóla:
 |
Stúdentspróf við skólann eru 200 einingar og nemendur þurfa að gæta að hlutfalli milli þrepa á brautinni
Hlutfall eininga á þrepi:
1. þrep 33-67 einingar
2. þrep 67-100 einingar
3. þrep 33-67 einingar
|
Grunnmenntabraut (90 einingar, námslok á 2. þrepi)
Kjarninn er 54 einingar og frjálsa valið 36 einingar. Nemendur geta nýtt sér sérhæfingar í námi til stúdentsprófs eða nýtt valið í annað í samráði við áfangastjóra. Nemandi getur útskrifast af brautinni og haldið áfram námi til stúdentsprófs við lok hennar.
Starfsbraut (sérdeildarnám, námslok á 1. þrepi)
Námið er 4 ára nám og er námið sniðið að þörfum hvers einstaklings.
Uppfært 29. mars 2021