Menntaskólinn á Tröllaskaga er þriggja ára framhaldsskóli í Ólafsfirði á Tröllaskaga. Fjölbreytt nám er við skólann en námsbrautir eru:
Bóknám (200 ein stúdent) |
List- og verknám (200 ein stúdent) |
Opnar brautir |
Félags- og hugvísindi |
Íþróttir |
Grunnmenntir (90 ein) |
Náttúruvísindi |
Listljósmyndun |
Kjörnám (200 ein, stúdent) |
Viðbótarnám til stúdentsprófs |
Myndlist |
Starfsbraut (sérdeildarnám) |
|
Útivist |
|

Allar námsbrautir til stúdentsprófs hafa sama kjarna 86 einingar. Nemendur geta annað hvort valið sérgreinapakka eftir tiltekinni braut eða sett saman eigin sérhæfingu á kjörnámsbraut í samstarfi við náms- og starfsráðgjafa alls 74 einingar. Ein námseining svarar til 18 24 klukkustundar vinnu nemandans.
Frjálst val er 40 einingar og lögð áhersla á að nemendur nýti þær til að undirbúa frekara nám eða víkka sjóndeildarhringinn. Mikilvægt er að velja a.m.k. einn valáfanga á önn en safna þeim ekki saman nálægt námslokum til að lenda ekki í vandræðum með að fá áfanga við hæfi. Nemendur geta valið þá áfanga sem eru í boði á hverri önn eða óskað eftir sérefni sem þeir vilja læra undir leiðsögn í verkefnaáföngum.
Áfangar skiptast á þrjú hæfniþrep og þurfa nemendur að gæta að hlutföllum eininga á þrepi.
Um miðja önn er miðannarvika þar sem hefðbundin kennsla fer ekki fram en nemendum ber að velja áfanga sem er í kennslu þá viku allan daginn. Nemendur hafa ekki leyfi frá skóla þá viku.
Námsmat er leiðsögn og símat. Nemendur fá uppgefið námsefni og verkefni hverrar viku á mánudagsmorgni og ber að skila fyrir sunnudagskvöld. Engir frestir eru gefnir á verkefnaskilum, einu undanþágur sem mögulegt er að fá er vegna sjúkrahúsvistar nemanda eða fráfall náins ættingja.
Uppfært 6. maí 2016