LÝÐH1HH02 - Heilsuvernd og hreyfing

Heilsuvernd og hreyfing

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Markmið námskeiðsins er að efla og styrkja vitund þátttakenda á heilsusamlegu líferni, andlegu, líkamlegu, og félagslegu. Kynnt verða helstu atriði og/eða tillögur um samnorrænar ráðleggingar í tengslum við mataræði og fyrirbyggingu sjúkdóma. Áfanganum er skipt í fyrirlestra og verklegar kynningar, farið verður yfir heilsuvernd og hreyfingu, s.s. fjallaskíði, gönguskíði, fjallamennsku og svigskíði. Í áfanganum er reynt að stuðla að því að nemendur verði meðvitaðir um helstu áhrifavalda sem snerta heilsusamlegt líferni, hvað hefur áhrif á þá andlega, líkamlega og félagslega.

Þekkingarviðmið

  • tengslum heilsuverndar og hreyfingar
  • tillögum um samnorrænar ráðleggingar í tengslum við matarræði og fyrirbyggingu sjúkdóma
  • hvernig hreyfing ýtir undir heilsusamlegt líferni bæði andlegt, líkamlegt og félagslegt

Leikniviðmið

  • stunda skíðamennsku sér til heilsubótar
  • gera sér grein fyrir helstu áhrifavöldum á andlegt, líkamlegt og félagslegt líferni hans

Hæfnisviðmið

  • stunda heilsusamlegt líferni og hugsa vel um sig bæði andlega, líkamlega og félagslega
  • stunda skíðamennsku sér til heilsubótar og hressingar
Nánari upplýsingar á námskrá.is