Tölvureglur

Nemendur fá aðgang að internetinu og þráðlaust tölvunet er til staðar í skólanum. Skólinn er tengdur FS-neti sem er háhraðanet fyrir framhaldsskóla og símenntunarmiðstöðvar á Íslandi. Nemendum er bent á að lesa reglur FS-nets á http://www.fsnet.is undir "Reglur FSnets" (sjá útdrátt neðar). Til viðbótar setur skólinn eftirfarandi reglur um notkun netsins og þær gilda hvort sem notaðar eru eigin fartölvur nemenda eða tölvur skólans:

  • Nemendur þurfa að láta skrá tölvur sínar í upphafi skólaárs hjá umsjónarmanni tölvukerfis.
  • Tölvubúnaður Menntaskólans á Tröllaskaga er eign skólans og hann á aðeins að nota í viðfangsefni sem tengjast skólastarfinu svo sem við kennslu, kynningar eða á annan hátt er samræmist markmiðum skólans.
  • Nemendur skulu gæta þess að tölvur þeirra séu ekki vírussmitaðar og ef grunur vaknar um að slíkt geti verið ber þeim að fá þær hreinsaðar.
  • Nemanda er óheimilt að setja upp hugbúnað á tölvur skólans eða á neinn hátt breyta uppsetningu tölvubúnaðar.
  • Nemendum er óheimilt að afrita hugbúnað, tónlist, kvikmyndir eða önnur gögn sem eru vernduð höfundarrétti nema ef fyrir liggur leyfi eigenda.
  • Nemendum er bannað að senda óviðeigandi efni í gegnum net skólans hvort heldur er í tölvupósti, á vefsíður eða með öðrum verkfærum. Hér er átt við fjölsendingar (keðjubréf, ruslpóst), ósiðlegt efni, og annað sem getur verið særandi eða meiðandi.
  • Nemendum er óheimilt að fjarlægja vélbúnað, hugbúnað eða að afrita nokkur gögn sem eru á tölvuneti skólans, nema eigin gögn.
  • Óheimilt er að nota net skólans til að reyna að komast ólöglega inn á netsvæði eða tölvur annarra.
  • Óheimilt er að vera með matvæli eða drykkjarvörur í nálægð við tölvubúnað skólans.
  •  Hafi tölva nemanda bilað á hann þess kost að fá lánaða tölvu í skólanum til að nota í kennslustundum.

 Ítrekuð eða alvarleg brot á reglum þessum geta leitt til brottvísunar og brot sem varða við landslög verða kærð til lögreglu.

Internettenging Menntaskólans á Tröllaskaga er um FS-netið sem er netþjónusta fyrir framhaldsskóla og símenntunarmiðstöðvar. Nemendum ber að hlíta reglum um notkun þess nets í hvívetna en þar segir m.a.:
13. Óleyfileg umferðBannað er að nota FS-netið fyrir:a. Umferð sem truflar vinnu annarra á netinu eða netið sjálft eða veldur því að notendur eðatölvur tapa gögnum.b. Hvers kyns óumbeðna fjöldadreifingu á upplýsingum, svo sem auglýsingar,stjórnmálaáróður og „keðjubréf“ eða dreifingu efnis á póstlista sem er óviðkomandiviðfangsefni listans.c. Sendingar sem valda umferð á neti tengdu FS-neti og fer í bága við notkunarskilmála þessa.d. Umferð sem stríðir gegn siðareglum FS-nets, sbr. 14. gr.
14. Siðareglur FS-netsÍ framhaldskóla- og símenntunarsamfélaginu er almennt við það miðað að halda beri netum einsopnum og unnt er.Gert er ráð fyrir að notendur virði almennar umgengnisvenjur og siðareglur. Því leyfir FS-netiðengar tilraunir eða háttalag sem miðar að því:a. Að nota netþjónustu í leyfisleysi.b. Að beita duldum eða röngum notendaauðkennum í tölvusamskiptum.c. Að trufla viðtekna notkun netsins.d. Að skemma eða breyta í heimildarleysi upplýsingum sem geymdar eru á tölvutæku formi.e. Að rjúfa friðhelgi einkalífs manna eða raska viðskipta- og fjárhagslegum hagsmunumlögaðila.f. Að rægja eða lítilsvirða nafngreinda menn eða hópa, eða dreifa upplýsingum sem eruvillandi eða beinlínis rangar.
Þessar reglur gilda hvort heldur sem er um innra net skólans sem og yfir Internetið um FS-netið.

(Útg. 20.08.2011)