LÍFF1VF02 - Vistfræði

vistfræði

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Nemendur kynnast vistfræðinni sem fræðigrein og skoða lífverur og tengsl þeirra innbyrðis og við umhverfi sitt í nánasta umhverfi, bæði á landi, við vatn og sjó þannig að þeir rekast á mismunandi lífverur og vistkerfi þeirra. Þeir velta fyrir sér eigin áhrifum á umhverfið og hvernig það hefur áhrif á aðrar lífverur.

Þekkingarviðmið

  • vistfræðinni sem fræðigrein
  • mismunandi lífverum eftir vistkerfum
  • eigin umhverfisáhrifum

Leikniviðmið

  • finna lífverur í nágrenni sínu
  • hugsa um vistfræði sem fræðigrein
  • greina eigin áhrif á umhverfið

Hæfnisviðmið

  • greina lífverur og vistkerfi í nágrenni sínu
  • gera sér grein fyrir eigin áhrifum á umhverfið og hvernig má minnka þau
Nánari upplýsingar á námskrá.is