12.03.2025
Háskólar landsins hafa um árabil starfað saman undir hatti Háskóladagsins og kynnt háskólanám fyrir framhaldsskólanemum og öðrum áhugasömum. Háskóladagurinn var haldinn á fjórum stöðum á landinu í ár og lauk í Háskólanum á Akureyri í dag, þann 12, mars. Allir sjö háskólar landsins standa að þessum degi og er tilgangurinn að kynna allt grunnháskólanám sem er í boði á landinu á einum vettvangi. Nemendur, kennarar og starfsfólk háskóla landsins eru þar tilbúin til að spjalla við gesti og fræða þá um hvaðeina sem lýtur að náminu og háskólalífinu.
Lesa meira
05.03.2025
Mörg börn komu í skólann og sungu fyrir nammi teknar voru myndir af sönghópunum og eru þær í myndaalbúmi hér á síðunni.
Lesa meira
28.02.2025
Dagana 17. - 20. febrúar sátu tveir kennarar skólans og skólameistari námskeið á eyjunni Fuerteventura, sem er næst stærst Kanaríeyjanna og er um það bil 100 km undan norðurströnd Afríku. Námskeiðið kallaðist Sjálfbærni í kennslustofunni og í lífinu og var útbúið sérstaklega fyrir íslenska framhaldsskóla af Menningarfélaginu "Cuidando lo Nuestro" sem starfar á eyjunni. Kennarar og skólastjórnendur frá 5 íslenskum framhaldsskólum á landsbyggðinni og einum grunnskóla skráðu sig til leiks. Á námskeiðinu var hvatt til vistfélagslegrar nálgunar og ábyrgðar á náttúrunni, tengd saman staðbundin og alþjóðleg sjálfbærnimál og skoðað hvernig hægt væri að innleiða sjálfbærni og umhverfismennt í skólastarf í takti við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Lesa meira
26.02.2025
Samninganefndir kennara og sveitarfélaga skrifuðu undir samninga seint í gærkvöld og hefur þá öllum yfirstandandi og fyrirhuguðum verkföllum verið aflýst. Samningurinn gildir til fjögurra ára og skrifuðu öll aðildarfélög Kennarasambandsins undir hann. Í samningnum felst m.a. að vinna að virðismati á störfum kennara hefjist strax og þeir hafi verið samþykktir og stefnt sé að innleiðingu þess næsta haust. Kjarasamningurinn verður kynntur á næstu dögum og hann síðan borinn undir atkvæði félagsfólks.
Þeir kennarar og annað starfsfólk MTR sem var í húsi í morgun fagnaði þessum málalyktum með vöfflum og tilheyrandi. Var létt yfir mannskapnum enda hefur óvissa síðustu vikna og mánaða reynt á.
Lesa meira
19.02.2025
UNESCO er alþjóða heitið á Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Meginmarkmið hennar er að stuðla að friði og öryggi í heiminum með því að efla alþjóðlega samvinnu á sviði menntunar, vísinda- og menningarmála. Á vegum UNESCO hefur verið starfrækt alþjóðlegt samstarfsnet skóla frá árinu 1953 og kallast það UNESCO-skólar. Þeir eru nú um 12.000 talsins og starfa í 182 landi á leik-, grunn– og framhaldsskólastigi. Skólarnir vinna eftir fjórum meginþemum; alþjóðasamvinna, starfsemi Sameinuðu þjóðanna, heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun og friður og mannréttindi.
Lesa meira
18.02.2025
Fimmtudaginn 20. febrúar kl 13:15 ætla Inga og nemendur að vera með kynningu á gervigreind fyrir eldri borgara.
Aðrir áhugsamir er þó auðvitað velkomnir.
Lesa meira
14.02.2025
Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu tilkynnti um valið á Stofnun ársins 2024 við hátíðlega athöfn í gær. Titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir og starfsstaðir sem þykja skara fram úr á sviði mannauðsmála að mati starfsfólks. Stofnun ársins nær til 35 þúsund starfsmanna á opinberum vinnumarkaði og tilgangurinn er fyrst og fremst að taka eftir og verðlauna vinnustaði sem ná framúrskarandi árangri við stjórnun mannauðs. Styrkja þannig starfsumhverfi starfsfólks út frá þeirra sjónarhorni og veita í leiðinni stjórnendum mikilvæg verkfæri til að vinna að umbótum á sínum vinnustað.
Lesa meira
13.02.2025
FRÍS kallast rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla og er hún nú haldin í fimmta sinn. Flest árin hafa 14 skólar tekið þátt í mótinu og svo er einnig nú. MTR hefur verið með frá upphafi og í fyrra komst lið skólans í 8 liða úrslit og keppti þar með í beinni útsendingu á sjónvarpsrásinni Stöð 2 eSport.
Mótið í ár hófst þann 20. janúar sl. og er keppt í þremur tölvuleikjum, Counter Strike 2, Rocket League og Fortnite. Lið MTR skipa sex drengir og tvær stúlkur og hafa þau flest tekið áfanga í rafíþróttum við skólann undanfarnar annir. Þau hafa mætt liðum frá Fjölbrautaskólum Garðabæjar og Snæfellinga síðustu vikur en biðu ósigur í báðum viðureignum. Að sjálfsögðu er stefnt á sigur í næstu viðureign.
Lesa meira
12.02.2025
Í skólanum er leitað ýmissa leiða til að gera kennsluna sem árangursríkasta. Kennarar nota m.a. fjölbreyttar kennsluaðferðir og ýmis kennsluforrit í þessum tilgangi. Undanfarin ár hafa enskukennarar skólans töluvert notað vefsíðu sem kallast Vocabulary.com sem nýtist mjög vel til að auka orðaforða nemenda. Forritið er bandarískt og undanfarin ár hafa þeir skólar í Bandaríkjunum og Kanada sem bestum árangri hafa náð við notkun forritsins verið verðlaunaðir. Á síðustu önn var ákveðið að hafa einnig verðlaun fyrir skóla utan þessara ríkja og viti menn Menntaskólinn á Tröllaskaga var þar meðal þeirra tíu efstu. Fékk skólinn sent sérstakt flagg á dögunum þessu til staðfestingar.
Lesa meira
10.02.2025
Upplýsingatækni fyrir eldri borgara nk. fimmtudag fellur niður í skólanum en til stendur að nemendur heimsæki íbúa Hornbrekku og aðstoði þá.
Tíminn fimmtudaginn 20. febrúar verður tileinkaður fræðslu um gervigreind. Þar munu Inga og nemendur vera með fræðslu um gervigreindina, núverndi stöðu, til hvers er hægt að nýta hana og hvert hún gæti stefnt.
Lesa meira