Fréttir

Kynningarmyndband um Menntaskólann á Tröllaskaga

Á dögunum tók Eyrarland Auglýsingastofa upp kynningarmyndband um skólann. Myndbandið er hluti af stærra kynningarverkefni á framhaldsskólunum á Norðurlandi eystra á vegum SSNE.
Lesa meira

Líf og fjör á Lanzarote

Það var ánægður og sólbakaður hópur nemenda og kennara sem komu heim úr vikulangri námsferð til Kanaríeyja um síðustu helgi. Okkar fólk til mikils sóma, þau voru athugul, áhugasöm og mjög viljug að taka þátt í öllu sem gert var í ferðinni, að sögn kennarana.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í skólanum í gær. Íslenskukennarar skólans undirbjuggu dagskrá sem endaði með að nemendur völdu rafrænt fallegasta íslenska orðið úr tilnefningum þeirra sjálfra.
Lesa meira

Myndlist í fjarnámi

MTR býður upp á fjölmarga áfanga í myndlist og allir eru þeir í boði í fjarnámi. Það er því góð leið fyrir fólk sem hefur gengið með myndlistardrauma í maganum að skrá sig í myndlistaráfanga og spreyta sig á málun og teikningu.
Lesa meira

Áætlun gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi

Á degi gegn einelti, 8. nóvember, samþykkti Menntaskólinn á Tröllaskaga uppfærða útgáfu af áætlun gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. Samkvæmt lögum skulu framhaldsskólar hafa heildstæða stefnu um það hvernig fyrirbyggja eigi að líkamlegt, andlegt eða félagslegt ofbeldi eigi sér stað.
Lesa meira

Innritun hafin í fjarnám

Búið er að opna fyrir innritun í fjarnám í MTR. Áhugasömum er bent á að hafa hraðar hendur því undanfarin ár hafa áfangar verið fljótir að fyllast. Til marks um það voru 10 nemendur búnir að innrita sig frá miðnætti til hálf eitt í nótt.
Lesa meira

Íslenskan höfð í hávegum

Í MTR er íslenskunni gert hátt undir höfði og í boði eru fjölmargir íslenskuáfangar. Að sjálfsögðu er hugað að menningararfinum og fornsögurnar og Eddukvæðin fá sinn sess en einnig bókmenntir 20. aldarinnar þar sem nýstárlegum hugmyndum laust saman við rótgróin gildi bókmenntanna.
Lesa meira

Via Nostra - okkar leið

Hugmyndafræði og starf MTR hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana og talsverð spurn er eftir skólaheimsóknum, fyrirlestrum og námskeiðum frá kennurum skólans. Þar sem slík starfsemi á ekki heima innan ríkisrekins framhaldsskóla tóku áhugasamir kennarar sig til og stofnuðu fræðslusamfélagið Via Nostra.
Lesa meira

Kynjafræðin er gott veganesti

Á tímum þar sem aldagömul gildi eins og kynjatvíhyggja hafa riðlast og rödd minnihlutahópa verður sífellt háværari er kynjafræði sífellt mikilvægari fræðigrein. Í kynjafræði er nýju ljósi varpað á viðfangsefni sem margir skynja sem algildan sannleik eða hlutlausa sýn á heiminn. Kennarar áfangans eru Guðrún Þorvaldsdóttir og Guðbjörn Hólm Veigarsson.
Lesa meira

Náttúrulæsi í miðannarviku

Náttúrulæsi var annar af áföngunum sem kenndur var í miðannarvikunni. Áfanginn var að stærstum hluta kenndur úti í náttúrunni og miðaði að því að auka þekkingu nemenda á umhverfi sínu og virðingu fyrir náttúrunni.
Lesa meira