Fréttir

Verum til!

Árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, undir slagorðinu „VERUM TIL“ hefst í dag. Af þessu tilefni lagði fánastjóri skólans það til að keyptur yrði bleikur fáni og honum flaggað allan október til stuðnings verkefninu. Var það samþykkt með mikilli ánægju og var fáninn dreginn að hún í dag. Við erum fánastjóra skólans þakklát fyrir þessa góðu ábendingu og að við getum tekið þátt og leggja áherslu á að vera til. Lifum lífinu og verum til staðar þegar kona greinist með krabbamein og tilveran breytist snögglega.
Lesa meira

Síðasti dagurinn í Tallin

Í dag er síðasti dagur Tallin ferðar fimm nemenda skólans. Dagurinn byrjaði á gönguferð í Lahemaa þjóðgarðinum og nú er vinna við gerð heimildarmyndar um ferðina. Áður en lagt var af stað i þjóðgarðinn var sunginn afmælissöngur fyrir Hrannar Breka en hann varð 19 ára í dag. Við óskum honum til hamingju með daginn.
Lesa meira

Heimsókn frá Kaupmannahöfn

Sextán kennarar, stjórnendur og starfsmenn í stoðþjónustu frá KVUC framhaldsskóla fullorðinna í Kaupmannahöfn heimsóttu okkur í vikunni. Þessi heimsókn hefur dregist í rúmt ár en loks gafst tækifærið. Í KVUC er fjarkennsla og virk notkun tækninnar þannig að fengur var að því að hitta þau og bera saman bækur. Starfsmenn MTR kynntu starfið hér fyrir þeim, þau hittu nemendur og miðluðu til okkar sinni starfsemi. Námsferð þeirra var styrkt af Evrópuverkefninu Erasmus+ sem við höfum einmitt notið góðs af. Gestirnir voru ánægðir með heimsóknina og töldu að þau hafðu haft af henni mikið gagn og hún hefði skapað samræðu um hugmyndir og starfshætti þeirra.
Lesa meira

Allskonar i Eistlandi

Annar vinnudagurinn hjá okkar mönnum í Tallin byrjaði á kennslu í Eistnesku en eftir það verður áframhaldandi vinna við að gera heimildarmynd um heimsóknina. Siðan verður farið á listasafn og deginum lýkur á að elda ssaman Eistneska þjóðarrétti
Lesa meira

Nemendur í Tallin

Fimm nemendur eru nú staddir í Tallin í Eistlandi og er það fyrsta utanlandsferð nemenda síðan heimsfaraldurinn brast á. Þeir taka þátt í Nordplus verkefni sem nefnist DRIL - Digital Routs for Intelligent Learning. Það passar því vel við hvernig námi og kennslu er háttað í MTR.
Lesa meira

Óveður

Hefðbundið skólastarf fellur niður á morgun 28. september vegna óhagstæðrar veðurspár. Nemendur læra heima og mæta í tíma í fjarkennslustofum sem þau finna i Moodle. Skólinn er opinn og þeir sem geta komið eru velkomnir.
Lesa meira

Fræðsla um ofbeldi

Á vinnudegi kennara 17. ágúst sl. kom Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi og eigandi Hugrekkis – ráðgjafar og fræðslu og hélt fyrirlestur um ofbeldi almennt og þá sérstaklega gegn börnum. Einnig fjallaði Ingibjörg um eðli og afleiðingar ofbeldis gegn börnum, einkenni og möguleg viðbrögð.
Lesa meira

Safna fyrir menningarferð til London

Þó að múrbrot sé ekki meðal kennslugreina í skólanum voru nokkrir nemendur mættir til slíkra starfa eldsnemma í gærmorgun. Þetta er fjáröflun fyrir menningarferð til London sem fyrirhuguð er um miðjan október.
Lesa meira

Fyrsta skólaheimsóknin eftir Covid

Fyrsta skólaheimsóknin eftir Covid var í gær þegar hópur 60 kennara frá Álaborg kom í skólann. Markmið dönsku kennarana er að kynna sér kennslu í upplýsingatækni, nýsköpun og stafrænum lausnum í skólum á Norðurlandi.
Lesa meira

Vistvænn ferðamáti

Langflest starfsfólk MTR uppfyllir samgöngusáttmála skólans en hann kveður á um að ferðast til og frá vinnu með vistvænum hætti. Á þessari önn uppfylla 94,6% starfsmanna samgöngusáttmálann.
Lesa meira