Fréttir

Staðnámi frestað til janúar

Nemendur skólans hafa óskað eindregið eftir því að skólastarfi sé ekki raskað frá núverandi formi þegar einungis tvær vikur eru eftir af önninni. Eftir ítarlegar samræður starfsmanna, nemenda, stjórnenda og fleiri hefur því verið ákveðið að fresta staðnámi fram í janúar. Staðnám hefst þá eftir skipulagi miðað við sóttvarnareglur hverju sinni. Minnt er á að nemendur geta komið í skólann til að læra.
Lesa meira

Staðnám frá 30. nóvember

Þann 30. nóvember n.k. verður staðnám innan ramma þeirra sóttvarnareglna sem nú gilda. Öllum nemendum með mætingaskyldu ber að mæta. Kennt verður frá 08:10 - 12:45. Eftir þann tíma verða vinnutímar í fjarnámi. Nemendum verður skipt í rými og geta þeir ekki farið úr því rými í önnur. Þeir geta farið á salerni með grímur og sóttvörnum fyrir og eftir þá för. Nánari upplýsingar verða birtar síðar. Þangað til heldur fjarnám áfram.
Lesa meira

Kynning í Hollandi

í gær tók Menntaskólinn á Tröllaskaga þátt í kynningum á „Beyond borders“ í Eindhoven í Hollandi. Viðburðurinn var rafrænn og skipulagður af Brainport Development sem er klasi samstarfsaðila atvinnulífs og skóla. Við erum að sækja um Erasmus+ verkefni með Brabant Collage í Hollandi sem er partur af þessum klasa. Þema viðburðarins var „Hnattrænt samstarf, íbúar jarðar og tungumálakunnátta“. í Erasmus+ umsókninni sem ber yfirheitið „Menntun, heildræn nálgun náms og kennslu í stafrænum heimi“ eru auk okkar og Hollendinganna skólar frá Portúgal og Spáni. Kynningin fór fram í gegnum Beam nærverurnar og var varpað frá þeim inn í rafrænt ráðstefnukerfi þar sem allt að 300 manns voru að fylgjast með úti í Hollandi. Skólameistari Lára Stefánsdóttir og Ida Semey kynntu. Hollendingarnir stýrðu nærverunni í skoðunarferð um skólann og fjallað var um sögu skólans, markmið, námsframboð, kennslu og námsaðferðir sem einkenna Menntaskólann á Tröllaskaga og eru hornsteinn Erasmus umsóknarinnar.
Lesa meira

Líðan nemenda

Staðnemar í MTR bera sig almennt vel en margir hverjir eru þó orðnir frekar þreyttir á covid-ástandinu og vilja komast aftur í skólann. Þetta kom fram í símtölum umsjónarkennara við umsjónarnemendur sína fyrir helgina. Flestir sögðu að sér gengi vel halda sig að náminu en sumum gengur það síður og segja að sér gangi betur að skipuleggja námið þegar þeir eru í skólanum. Dæmi voru um að nemendur hefðu lent í þeim vandræðum að vaka fram eftir nóttu í hámhorfi eða að spila tölvuleiki við vini sína og því átt erfitt með að vakna í skólann á morgnana. Þá sögu nokkrir nemendur að þeim þætti betra að læra heima en í skólanum. En langflestir sakna samvista við skólafélaga og starfsmenn skólans og vilja gjarnan að þessu ástandi fari að linna.
Lesa meira

Innritun í fjarnám

Innritun í fjarnám hófst 1. nóvember 2020. Þar má sjá hvaða áfangar eru í boði á vormisseri.
Lesa meira

Fyrirkomulag skólastarfs til 25. nóvember

Fjarkennt verður áfram til 25. nóvember en nemendum er frjálst að mæta í skólann og vinna saman innan ramma sóttvarnareglna. Þessi ákvörðun er með fyrirvara um breytingu á sóttvarnareglum í framhaldsskólum.
Lesa meira

Íslensku menntaverðlaunin – tilnefning

Menntaskólinn á Tröllaskaga er tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna fyrir að fara nýjar leiðir í skipulagi náms og kennslu með áherslu á valdeflingu nemenda, frumkvæði, sköpun og áræði. Skólinn er tilnefndur í flokknum framúrskarandi skólastarf ásamt Dalskóla, Leikskólanum Rauðhóli, Pólska skólanum og Tónskóla Sigursveins. Verðlaun verða einnig veitt í flokkunum framúrskarandi kennsla og framúrskarandi þróunarverkefni. Þá verða sérstök hvatningarverðlaun kynnt við afhendingu Íslensku menntaverðlaunanna sem áformað er að verði á Bessastöðum föstudaginn 13. nóvember nætkomandi. Mark¬mið Íslensku menntaverðlaun¬anna er að vekja at¬hygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frí¬stund¬a¬starfi og auka veg umbóta í menntun. Það eru embætti forseta Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitar¬stjórnar¬ráðuneytið, Félag um menntarannsóknir, Grunnur – félag fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa, Kennaradeild Háskólans á Akureyri, Kennarasamband Íslands, Listaháskóli Íslands (listkennsludeild og tónlistardeild), Menntamálastofnun, Mennta¬vísindasvið Háskóla Íslands, Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök áhugafólks um skólaþróun og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sem standa að Íslensku menntaverðlaununum.
Lesa meira

Franska í miðannarviku

Hópur nemenda skemmti sér ágætlega við frönskunám í miðannarvikunni. Kennarinn, Sylvie Roulet, segir að þetta hafi verið uppgötvunarnám og krakkarnir hafi verið mjög tilbúnir að kasta sér út í það. Hún er reyndur kennari og hefur meðal annars kennt kennaranemum. Hún hefur starfað í sirkusskóla og segist hafa notað hugmyndir og tækni þaðan í miðannarvikunni. Meðal annars að nám geti verið leikur og nemendur eigi að treysta hópinn og vinna saman að lausnum. Krakkarnir í MTR hafi verið dugleg að leita á netinu, skiptast á upplýsingum, kenna hvert örðu og vinna saman sem hópur. Öll voru þau byrjendur og viðfangsefnin í samræmi við það, að kynna sig, læra að telja, nöfn litanna og slíkt. Franska er alþjóðlegt tungumál sem talað er í fjölmörgum ríkjum í flestum heimsálfum. Fleiri og fleiri tala málið því fjölgun er meiri á stöðum þar sem það er talað en að meðaltali á jörðinni.
Lesa meira

MTR fyrirmyndarstofnun

Menntaskólinn á Tröllaskaga varð í öðru sæti í flokki meðalstórra stofnana að þessu sinni. Í fyrsta sæti varð Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Þetta er sama röð á þessum tveimur stofnunum og var fyrir tveimur árum en í fyrra var MTR í fyrsta sæti en FV í öðru. Við óskum þeim í Eyjum innilega til hamingju. Fimm stofnanir í þessum flokki hljóta sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnanir, Menntaskólinn á Laugarvatni, Samkeppniseftirlitið og Menntaskólinn á Egilsstöðum auk MTR. Meðalstórar teljast þær stofnanir sem hafa 20-49 starfsmenn. MTR hefur fjórum sinnum vermt efsta sætið í þessum flokki og þar með fengið sæmdartitilinn „Stofnun ársins“. „Það ber að þakka stéttarfélaginu Sameyki fyrir að framkvæma þessa könnun sem er ríkisstofnunum mikilvæg þar sem marktækar upplýsingar fást um líðan starfsmanna með ítarlegri könnun. Með því móti gefst eftirsóknarvert tækifæri til að fara vel yfir niðurstöðurnar og ná markvissum umbótum. Góð líðan starfsfólks breytir miklu á vinnustað þar sem einstaklingar eru stóran hluta lífsins. Þegar fólki líður vel næst betri samvinna milli þeirra sem eflir árangur stofunar til að sinna markmiðum sínum..“ sagði Lára Stefánsdóttir skólameistari MTR.
Lesa meira

Myndasögur á miðönn

Hvað eru myndasögur og hvernig virka þær sem tjáningarmiðill, var viðfangsefni í einum miðannaráfanganum. Áhersla var lögð á að skilja hvernig sjónræn frásögn er notuð til að segja sögu eða miðla hugmynd. Lefteris Yakoumakis, leiðbeinandi, segir að þetta hafi verið inngangsáfangi með áherslu á aðalatriði. Í æfingaskyni hafi nemendur skrifað stuttar sögur og prófað að miðla þeim á sjónrænan hátt. Það skipti máli hvernig slík frásögn hefjist og hvaða ferli sé síðan fylgt. Æfingarnar hafi miðað að því að skerpa á hæfileikum nemenda til að rita og teikna og leiðbeina um notkun þeirrar tækni við sjónræna miðlun. Þá var rætt um hvað þurfi til að ná árangri í heimi teiknimyndanna og hvernig nýta megi slíka færni í ýmsum atvinnugreinum. Leiðbeinandinn, Lefteris Yakoumakis, er listmálari og myndasöguhöfundur, búsettur á Siglufirði.
Lesa meira