Ný önn - Ný ævintýri

MTR mynd GK
MTR mynd GK

Í gær, 5. janúar, var fyrsti kennsludagur vorannar og allir nemendur nær og fjær hófu nám. Skólinn og kennslukerfi hans hafa nú aftur fyllst af lífi og nemendur sem kennarar mættir ferskir til leiks eftir verðskuldað frí. Ný ævintýri fyrir höndum og fyrstu verkefnaskil næsta sunnudag.

Í Innu sjá nemendur þá áfanga sem þeir eru skráðir í á önninni og allir nemendur eiga að hafa fengið upplýsingar frá kennurum í tölvupósti hvernig þeir skrá sig í áfanga sína í kennslukerfinu Moodle. Fjarnemar geta haft samband við Birgittu umsjónarkennara, ef eitthvað er óljóst.

Hlökkum til að starfa með ykkur, það er svo gaman.