Fréttir

Kynning á námi í skapandi greinum

Ída Irené Oddsdóttir kom í skólann í gær kynnti nám í skapandi greinum við Háskólann á Bifröst. Þetta er ný námsbraut sem menntar nemendur í hinum ört vaxandi atavinnuvegi sem skapandi greinar tilheyra.
Lesa meira

Hnefaleikar listakennarans

Kennarar skólans eru fjölbreyttur hópur með margvísilega þekkingu og kunnáttu aðra en því sem snýr að sjálfri kennslunni. Einn þeirra er Bergþór Morthens myndlistarkennari sem hefur æft hnefaleika um árabil. Í gær tók hann boxhanskana með í skólann og kenndi nemendunum undirstöðuatriðin í boxi.
Lesa meira

Hugrún Pála geislafræðingur

Hugrún Pála Birnisdóttir er frá Ólafsfirði. Hún útskrifaðist af íþróttabraut MTR að lokinni haustönn 2014. Hún fór svo í geislafræði í Háskóla Íslands og lauk þar grunnnámi. Í framhaldi af því flutti hún til Noregs til að sérhæfa sig í tölvusneiðmyndun og útskrifaðist með meistaragráðu í biomedisin frá Oslo Metropolitan University vorið 2021.
Lesa meira

Plokkdagur í dag

Nemendur á öllum skólastigum tóku höndum saman í morgun og plokkuðu í bænum. Auk nemenda MTR tóku leikskólabörn og nemendur 5. - 9. bekkjar grunnskólans þátt í plokkinu.
Lesa meira

Kolbrún Helga með B.A. gráðu í sálfræði

Kolbrún Helga Gunnlaugsdóttir er frá Siglufirði. Hún útskrifaðist af félags- og hugvísindabraut MTR 2015. Í framhaldi af því fór hún í sálfræði í Háskólanum á Akureyri og útskrifaðist með B.A. gráðu árið 2019. Kolbrún Helga býr í dag á Akureyri og starfar sem fagaðili í Skógarlundi, miðstöð virkni og hæfingar fyrir fullorðið fólk með fötlun.
Lesa meira

Góðir dagar í Portúgal í spennandi verkefni

Þessa dagana er 14 manna hópur frá MTR staddur úti í Portúgal að taka þátt í verkefni sem kallast "Becoming a Biomaker School", snýst það um þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem lúta að umhverfi og sjálfbærni.
Lesa meira

Sýning nemenda í áfanga um myndlist, listgildi og fagurfræði.

Nemendurnir eru allir í áfanganum MYNL3LF05 - Myndlist, listgildi og fagurfræði og hafa verið að skoða myndlist frá sjónarhóli fagurfræðinnar. Sýningin samanstendur af verkum sem fjalla um hið fagra, hið háleita og hið gróteska. Túlkun þeirra er ólík og nálgast þau viðfangsefnið hver með sínum hætti. Tengill á sýningu hér
Lesa meira

Ólöf María fjármálastjóri

Ólöf María Einarsdóttir er frá Dalvík. Hún útskrifaðist af íþróttabraut MTR að lokinni haustönn 2017. Í framhaldi af því hefur hún stundað nám í bæði sjávarútvegs- og viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Hefur hún lokið sjávarútvegsfræðinni og klárar viðskiptafræðina í gegnum fjarnám nú á vordögum.
Lesa meira

Íslandsmeistari í snjókrossi

Vetraríþróttir eru vinsælar á Tröllaskaga og íbúarnir elska að leika sér í snjónum. Einn þeirra er Frímann Geir Ingólfsson nemandi í MTR en hann kýs vélsleða fram yfir skíðin og sigraði í sportflokki í snjókrossi um síðustu helgi.
Lesa meira

Erla Vilhjálmsdóttir markaðs- og þjónustufulltrúi

Erla Vilhjálmsdóttir er frá Ólafsfirði. Hún útskrifaðist af félags- og hugvísindabraut MTR vorið 2015. Haustið eftir hóf hún nám í félagsfræði við Háskóla Íslands og stundaði samhliða því diplómanám í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum. Vorið 2022 lauk hún diplómanámi í upplýsingafræði á meistarastigi við Háskóla Íslands.
Lesa meira