Fjölbreytt verk á haustsýningu skólans

Haustsýning 2025 mynd GK
Haustsýning 2025 mynd GK

Í dag, laugardaginn 13. desember, opnaði haustsýning skólans. Þar getur að líta afrakstur af vinnu nemenda á haustönn í hinum ýmsu greinum þó mest áberandi séu verk sem unnin hafa verið í myndlist og ljósmyndun á listabraut. Óhætt er að segja að verkin séu fjölbreytt, bæði hvað varðar efnistök og innihald, og ljóst að einkunnarorð skólans; Frumkvæði - Sköpun - Áræði, hafa verið í heiðri höfð við vinnu þeirra. Valin verkefni úr íslensku, félagsvísindum, sálfræði og yndiseldun eru einnig til sýnis á heimasíðu skólans. Margir lögðu leið sína í skólann í dag til að virða fyrir sér verkin og eiga gott spjall um vinnu nemenda.

 

Sýningin er opin til 19. desember á opnunartíma skólans. Hvetjum við alla áhugasama til að líta við og skoða glæsilega og áhugaverða sýningu.