Fréttir

Öflug kennsla í kynheilbrigði og geðrækt

Á vorönn er í þriðja sinn boðið upp á valáfanga þar sem fjallað er kynheilbrigði í víðum skilningi. Meðal annars er rætt og frætt um samskipti á netinu, kynferðislega áreitni og hvernig tilfinningar, sjálfsmynd og samskipti geta haft áhrif á væntingar og mörk.
Lesa meira

Sirkuslistir í Belgíu

Fimmtán manna hópur nemenda og kennara eru nýkomin heim frá Brussel þar sem þau tóku þátt í námskeiði í sirkus listum. Þetta var liður í miðannarviku og því formlegt nám í skólanum þó óvenjulegt sé.
Lesa meira

Val fyrir vorönn 2023

Val fyrir vorönn 2023 hefst 18.10.2022 og stendur yfir í viku. Hér má sjá áfanga í boði
Lesa meira

Erasmus dagar

Erasmus dagarnir eru í dag og næstu tvo daga en þá er vakin athygli á þeim fjölmörgu verkefnum sem Erasmus+ áætlunin hefur styrkt undanfarin ár. MTR fékk vottun sem Erasmus skóli í mars í fyrra og hafa nemendur og kennarar notið góðs af því.
Lesa meira

Miðannarvika - breytingar vegna ófærðar

Því miður byrjar miðannarvikan ekki vel hjá okkur. Vegna veðurs og ófærðar tókst kennurum áfangans í miðannarvikunni ekki að komast hingað í tæka tíð. Dagskráin mun breytast vegna þessa og eru nemendur beðnir um að mæta hingað í skólann í fyrramálið, þriðjudag, en ekki í skógræktina á Siglufirði.
Lesa meira

Nemendur sýna samstöðu

Nemendur MTR lögðu niður störf og gengu út kl. 11 í morgun. Með þessu vilja þau sýna nemendum MH stuðning en þar gengu nemendur út úr kennslustundum og söfnuðust saman fyrir utan skólann til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning en einnig til að mótmæla aðgerðarleysi skólastjórnenda þegar upp koma kynferðisbrotamál innan skólannna.
Lesa meira

Forsetinn í hátíðarveislu í skólanum

Forseti Íslands mætti í matarboð í skólanum á föstudagskvöldið. Tilefnið var hátíðarkvöldverður sem er liður áfanganum Matur og menning. Auk nemenda af Tröllaskaga var það hópur nemenda frá Ítalíu og Spáni sem kom að undirbúningi veislunnar og á boðstólum voru hefðbundnir íslenskir réttir.
Lesa meira

Kynning á Tröllaskagamódelinu

Myndband um Tröllaskagamódelið var meðal sextán nýrra myndbanda sem frumsýnd voru á UTÍS menntaviðburðinum um síðustu helgi. Myndböndin bera yfirskriftina Ferðalag um íslenskt skólakerfi og þar er fjallað um fjölbreytt skólaþróunarverkefni í leik-, grunn- og framhaldsskólum.
Lesa meira

Íþróttavika Evrópu

Íþróttavika Evrópu stendur nú yfir og af því tilefni hefur fjölbreytt dagskrá verið skipulögð í skólanum þessa viku. Í gær fengu nemendur tilsögn í bardagaíþróttum, dansað var í skólanum og Ólympíuhlaup ÍSÍ var hlaupið. Í dag var bekkpressukeppni, fjallganga og endað á sjósundi.
Lesa meira

Brugðið á leik í stúdíóinu

Menntaskólinn á Tröllaskaga er afar vel tækjum búinn og á t.d. ljósmyndabúnað af ýmsu tagi til afnota fyrir nemendur í listljósmyndun og öðrum skapandi greinum. Í dag var ljósmyndastúdíó skólans í notkun allan daginn.
Lesa meira