Fréttir

Skólastjórnendur í Grundarfirði

Lára Stefánsdóttir skólameistari og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðstoðarskólameistari fóru á samstarfsfund Skólameistarafélags Íslands í Grundarfirði í vikunni. Fundurinn var haldinn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og komu þar saman stjórnendur af öllu landinu.
Lesa meira

Endurmenntun starfsfólks á Alicante

Um þessar mundir er megnið af starfsfólki skólans við endurmenntun í Alicante. Tveir skólar hafa verið heimsóttir, báðir leggja mikla áherslu á erlent samstarf, líkt og MTR, og var því margt að ræða og skoða. Í báðum skólum var ýmislegt fróðlegt að sjá, auk þess sem góð tengsl voru mynduð og hugað að frekara samstarfi í nánustu framtíð.
Lesa meira

Brautskráning í dag

Þrjátíu og sex nemendur brautskráðust í dag frá Menntaskólanum á Tröllaskaga. Alls hafa nú 531 nemandi brautskráðst frá skólanum en þetta er þrettánda starfsár hans. Dúx skólans er Elfa Benediktsdóttir frá Þórshöfn.
Lesa meira

Kennslu lokið og útskrift á laugardag

Kennslu er nú lokið og í þessari viku eru námsmatsdagar. Þá leggja kennarar lokahönd á námsmat í áföngum sínum og gefa lokaeinkunnir. Útskriftarathöfn verður á laugardaginn kl. 11 og verður einnig í beinu streymi á Facebook síðu skólans.
Lesa meira

Vorsýning á laugardag

Vorsýning nemenda Menntaskólans á Tröllaskaga verður í húsnæði skólans laugardaginn 13. maí frá kl. 13 - 16. Einnig verða rafrænar sýningar á vef skólans. Til sýnis verður afrakstur vinnu nemenda á vorönn undir einkunnarorðum skólans; frumkvæði - sköpun - áræði.
Lesa meira

Kynning á námi í skapandi greinum

Ída Irené Oddsdóttir kom í skólann í gær kynnti nám í skapandi greinum við Háskólann á Bifröst. Þetta er ný námsbraut sem menntar nemendur í hinum ört vaxandi atavinnuvegi sem skapandi greinar tilheyra.
Lesa meira

Hnefaleikar listakennarans

Kennarar skólans eru fjölbreyttur hópur með margvísilega þekkingu og kunnáttu aðra en því sem snýr að sjálfri kennslunni. Einn þeirra er Bergþór Morthens myndlistarkennari sem hefur æft hnefaleika um árabil. Í gær tók hann boxhanskana með í skólann og kenndi nemendunum undirstöðuatriðin í boxi.
Lesa meira

Hugrún Pála geislafræðingur

Hugrún Pála Birnisdóttir er frá Ólafsfirði. Hún útskrifaðist af íþróttabraut MTR að lokinni haustönn 2014. Hún fór svo í geislafræði í Háskóla Íslands og lauk þar grunnnámi. Í framhaldi af því flutti hún til Noregs til að sérhæfa sig í tölvusneiðmyndun og útskrifaðist með meistaragráðu í biomedisin frá Oslo Metropolitan University vorið 2021.
Lesa meira

Plokkdagur í dag

Nemendur á öllum skólastigum tóku höndum saman í morgun og plokkuðu í bænum. Auk nemenda MTR tóku leikskólabörn og nemendur 5. - 9. bekkjar grunnskólans þátt í plokkinu.
Lesa meira

Kolbrún Helga með B.A. gráðu í sálfræði

Kolbrún Helga Gunnlaugsdóttir er frá Siglufirði. Hún útskrifaðist af félags- og hugvísindabraut MTR 2015. Í framhaldi af því fór hún í sálfræði í Háskólanum á Akureyri og útskrifaðist með B.A. gráðu árið 2019. Kolbrún Helga býr í dag á Akureyri og starfar sem fagaðili í Skógarlundi, miðstöð virkni og hæfingar fyrir fullorðið fólk með fötlun.
Lesa meira