Fréttir

Nemendur sýna samstöðu

Nemendur MTR lögðu niður störf og gengu út kl. 11 í morgun. Með þessu vilja þau sýna nemendum MH stuðning en þar gengu nemendur út úr kennslustundum og söfnuðust saman fyrir utan skólann til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning en einnig til að mótmæla aðgerðarleysi skólastjórnenda þegar upp koma kynferðisbrotamál innan skólannna.
Lesa meira

Forsetinn í hátíðarveislu í skólanum

Forseti Íslands mætti í matarboð í skólanum á föstudagskvöldið. Tilefnið var hátíðarkvöldverður sem er liður áfanganum Matur og menning. Auk nemenda af Tröllaskaga var það hópur nemenda frá Ítalíu og Spáni sem kom að undirbúningi veislunnar og á boðstólum voru hefðbundnir íslenskir réttir.
Lesa meira

Kynning á Tröllaskagamódelinu

Myndband um Tröllaskagamódelið var meðal sextán nýrra myndbanda sem frumsýnd voru á UTÍS menntaviðburðinum um síðustu helgi. Myndböndin bera yfirskriftina Ferðalag um íslenskt skólakerfi og þar er fjallað um fjölbreytt skólaþróunarverkefni í leik-, grunn- og framhaldsskólum.
Lesa meira

Íþróttavika Evrópu

Íþróttavika Evrópu stendur nú yfir og af því tilefni hefur fjölbreytt dagskrá verið skipulögð í skólanum þessa viku. Í gær fengu nemendur tilsögn í bardagaíþróttum, dansað var í skólanum og Ólympíuhlaup ÍSÍ var hlaupið. Í dag var bekkpressukeppni, fjallganga og endað á sjósundi.
Lesa meira

Brugðið á leik í stúdíóinu

Menntaskólinn á Tröllaskaga er afar vel tækjum búinn og á t.d. ljósmyndabúnað af ýmsu tagi til afnota fyrir nemendur í listljósmyndun og öðrum skapandi greinum. Í dag var ljósmyndastúdíó skólans í notkun allan daginn.
Lesa meira

Skeggrætt um borgaravitund í skólum

Þrír kennarar við MTR vinna nú með kollegum frá Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð að samvinnuverkefni sem snýst um “active citizenship” eða borgaravitund og þátttöku í samfélaginu. Í vikunni komu kennarar frá Norðurlöndunum í skólann til skrafs og ráðagerða.
Lesa meira

Plöntugreining og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Einn þeirra áfanga sem nemendur á starfsbraut sitja þessa önnina er Inngangur að náttúruvísindum. Í áfanganum er farið yfir grunnatriðin í þeim námsgreinum sem tengjast þeim vísindum. Í skólanum er einnig unnið markvisst með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Lesa meira

Menningarferð til Akureyrar

Mikil áhersla er á listir og skapandi greinar í MTR og hægt er að útskrifast af myndlistar-, ljósmynda- og tónlistarsviði listabrautar. Mikilvægur þáttur listnáms er að kynnast því sem er efst á baugi í listunum hverju sinni og í vikunni fóru nemendur af listabraut í menningarferð til Akureyrar.
Lesa meira

Nærverur í námi

Í síðustu viku var hópur fólks í skólanum vegna TRinE verkefnisins sem MTR tekur þátt í. TRinE stendur fyrir Telepresence Robots in Education eða notkun nærvera í kennslu og námi.
Lesa meira

Nýnemadagur í blíðskaparveðri

Nýnemar voru boðin velkomin í dag en í MTR er ekki busavígsla heldur nýnemadagur sem einkennist af samveru og fjöri. Veðrið lék við nemendur í dag og dagskráin var hefðbundin. Fyrir hádegið var sápuboltamót og í hádeginu var grillveisla. Að því loknu fjölmenntu nemendur í sund.
Lesa meira