Dalvíkingar í heimsókn

Hópmynd 10. bekkur Dalvíkurskóla mynd GK
Hópmynd 10. bekkur Dalvíkurskóla mynd GK

Í dag komu nemendur 10. bekkjar Dalvíkurskóla í heimsókn til að kynna sér skólastarfið í MTR. Var þeim skipt í fimm hópa sem fóru á milli stöðva til að fræðast um skólann og leysa ýmis verkefni. Hólmar Hákon Óðinsson, námsráðgjafi, kynnti nemendum skipulag skólans, Sigurður Mar Halldórsson lagði verkefni fyrir nemendur í laserskera skólans og Bergþór Morthens og Sæbjörg Ágústsdóttir tóku á móti nemendum í listastofunni þar sem nemendur teiknuðu hver annan með kolum sem límd voru á prik. Gaman er að geta þess að Bergþór stýrði því verkefni frá vinnustofu sinni í Svíþjóð í gegnum tæki sem hér er kallað nærvera og hægt að keyra um gangana og hafa samskipti við nemendur sem samstarfsfólk. Inga Eiríksdóttir sýndi nemendum nokkra möguleika gervigreindar og notuðu nemendur hana til að gera myndir og lög og fulltrúar nemendaráðs höfðu útbúið spurningar um skólann í Kahoot sem Dalvíkingarnir spreyttu sig á að svara. Tókst heimsóknin hið besta og má með sanni segja að gestirnir hafi lífgað upp á daginn. Myndir