07.03.2023
Á morgun er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og af því tilefni verður fjölbreytt dagskrá í skólanum. Dagskráin hefst kl. 10:30 og gestir eru velkomnir í skólann að fylgjast með.
Lesa meira
23.02.2023
Skapandi íslenskuáfangi með áherslu á efni fyrir börn er nú kenndur í fyrsta sinn í skólanum. Í áfanganum framleiða nemendur margmiðlunarefni sem inniheldur stuttar sögur, ævintýri og fræðsluefni á íslensku sem síðan verður gert aðgengilegt á Youtube krakkarás fyrir yngstu áhorfendurna.
Lesa meira
22.02.2023
Öskudagurinn var litríkur og skemmtilegur í skólanum og mörg voru í grímubúningum, bæði nemendur og starfsfólk. Þá var nemendafélagið með búningakeppni.
Lesa meira
21.02.2023
Umhverfismál með tengingu við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er viðfangsefni alþjóðlegs verkefnis sem hrint var af stað í vetur. Auk nemenda og kennara MTR taka skólar í Króatíu, Spáni og Portúgal þátt í verkefninu sem er styrkt af Erasmus+.
Lesa meira
17.02.2023
Í gær kom 29 manna hópur starfsfólks Menntaskólans á Egilsstöðum til okkar í heimsókn. Skipulögð var þriggja tíma dagskrá þar sem starfsfólk og nemendur kynntu skólann fyrir gestunum en einnig gafst tími til að ræða málin.
Lesa meira
10.02.2023
Í nemendahópi okkar í MTR hefur síðustu ár verið töluverður hópur afreksíþróttafólks sem æfir og keppir erlendis en stundar fjarnám jafnhliða íþróttunum. Einn þeirra er landsliðsmaðurinn Viktor Karl Einarsson sem í dag er leikmaður Breiðabliks en lék með AZ Alkmaar í Hollandi og IFK Varnamo í Svíþjóð meðan hann stundaði nám við skólanum.
Lesa meira
24.01.2023
Listamaður mánaðarins í skólanum er Ástþór Árnason og eru sjö verk eftir hann til sýnis í Hrafnavogum, miðrými skólans. Listamaður mánaðarins er sýningarröð sem féll niður á meðan heimsfaraldurinn gekk yfir en er nú að komast af stað á ný.
Lesa meira
23.01.2023
Fjórir nemendur skólans voru í landsliðinu í íshokkí sem keppti á heimsmeistaramóti leikmanna yngri en 20 ára sem haldið var í Skautahöllinni í Laugardal. Þetta voru þeir Alex Máni Sveinsson, Arnar Helgi Kristjánsson, Helgi Þór Ívarsson og Uni Steinn Blöndal.
Lesa meira
19.01.2023
Langflest nemenda MTR eru hamingjusöm, sátt og finnst allt í besta lagi í skólanum. Þetta kemur fram í niðurstöðum Skólapúls framhaldsskóla sem er könnun á líðan sem árlega er lögð er fyrir alla framhaldsskólanema.
Lesa meira
12.01.2023
Skólastarfið er nú komið í fullan gang í MTR og nemendur og starfsfólk fegin að koma til starfa eftir gott jólafrí. Nemendur aldrei verið fleiri í en á þessari önn eða 572 talsins.
Lesa meira