13.12.2022
Listamaðurinn Egill Logi Jónasson frá Akureyri heimsótti skólann á dögunum og kynnti sig og list sína fyrir nemendum í myndlist og öðrum skapandi greinum. Egill er maður ekki einhamur í listinni því hann fæst jöfnum höndum við málverk, skúlptúra og gjörningalist og tónlist.
Lesa meira
10.12.2022
Alþjóðlegur dagur mannréttinda er í dag, 10. desember. Í skapandi greinum eins og myndlist eru nemendur oftlega að fjalla um mannréttindi eins og sjá má á meðfylgjandi málverkum.
Lesa meira
09.12.2022
Laugardaginn 10. desember verður opnuð sýning á verkum nemenda MTR. Þar er sýndur afrakstur vinnu nemenda frá haustönninni undir kjörorðunum frumkvæði, sköpun og áræði. Sýningin verður í skólahúsinu frá kl. 13-16 en einnig á netinu.
Lesa meira
09.12.2022
Á dögunum staldraði Geðlestin við í skólanum á hringferð sinni um landið. Geðlestin er verkefni á vegum Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins og er ætlað að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu og verndandi þáttum hennar.
Lesa meira
30.11.2022
Evrópska nýtnivikan var í síðustu viku og áhersla var að þessu sinni á textíl. Meðal annars var hvatt til þess að fyrirtæki og stofnanir komi upp fataskiptaslá. Slík slá hefur reyndar verið í MTR um árabil og nemendur og starfsfólk eru dugleg að skilja eftir fatnað og finna sér flíkur til að nota áfram.
Lesa meira
29.11.2022
Framhaldsskólarnir á Norðurlandi og Bjarmahlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi hafa undirritað samkomulag um þróun samstarfs fyrir ungmenni á framhaldsskólaaldri.
Lesa meira
25.11.2022
Á dögunum tók Eyrarland Auglýsingastofa upp kynningarmyndband um skólann. Myndbandið er hluti af stærra kynningarverkefni á framhaldsskólunum á Norðurlandi eystra á vegum SSNE.
Lesa meira
17.11.2022
Það var ánægður og sólbakaður hópur nemenda og kennara sem komu heim úr vikulangri námsferð til Kanaríeyja um síðustu helgi. Okkar fólk til mikils sóma, þau voru athugul, áhugasöm og mjög viljug að taka þátt í öllu sem gert var í ferðinni, að sögn kennarana.
Lesa meira
17.11.2022
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í skólanum í gær. Íslenskukennarar skólans undirbjuggu dagskrá sem endaði með að nemendur völdu rafrænt fallegasta íslenska orðið úr tilnefningum þeirra sjálfra.
Lesa meira
16.11.2022
MTR tekur þátt í fjölmörgum alþjóðlegum verkefnum og eitt þeirra er samstarfsverkefni með pólskum framhaldsskólum. Markmið verkefninu er að stuðla að nútíma kennsluaðferðum, rafrænum lausnum upplýsingatækni í skólastarfi.
Lesa meira