Fréttir

Fyrirlestur um einhverfu

Ásdís Bergþórsdóttir, sálfræðingur heldur fyrirlestur í MTR fimmtudaginn 31. janúar kl. 12:10. Fyrirlesturinn er opinn öllum en foreldrar barna á einhverfurófi eru sérstaklega boðnir velkomnir. Sama á við um fólk sem vinnur með þessum hópi. Ásdís Bergþórsdóttir lagði sérstaka áherslu á einhverfurófsraskanir í sálfræðinámi sínu. Hún fékk réttindi til að starfa sem sálfræðingur árið 2014.
Lesa meira

Stúdíóljósmyndun

Verklegar æfingar eru stór hluti viðfangsefna nemenda í grunnáfanganum LJÓS2LS05 í listljósmyndun. Áhersla er lögð á listrænar portettmyndatökur bæði í stúdíói og umhverfisportrett. Einnig myndatökur af uppstilltum hlutum og listaverkum. Sérstök áhersla er á beitingu lýsingar og hvernig ljósið málar viðfangsefnin. Staðnemar hafa prýðilega aðstöðu í stúdíói skólans en fjarnemar bjarga sér með ýmsum hætti. Sumir fá afnot af aðstöðu fagmanna á heimaslóð en aðrir leysa málin sjálfir á eigin heimili eða öðrum stöðum sem þeim standa til boða. Áfanganum lýkur með því að nemendur spreyta sig á að túlka eigin verk í ljósmyndum og orðum og setja upp sýningu með eigin verkum.
Lesa meira

Upplyfting í hádeginu

Trúbadorinn Matthew Runciman gladdi geð nemenda og starfsmanna í matartímanum. Hann dvelur í Listhúsinu í Ólafsfirði og er að undirbúa miðsvetrarhátíðina Skammdegi. Þar verða meðal annars sýningar og uppákomur þar sem tónlist tengist ýmsum öðrum listformum. Matthew flutti í hádeginu bæði eigin lög og annarra, stíllinn er gjarnan kenndur við ameríska sveit. Honum fannst skólinn menningarlegur og sagðist gjarnan vilja að fleiri slíkir skólar væru heima í Ameríku. Matthew er kanadískur ríkisborgari en býr í Bandaríkjunum.
Lesa meira

Að skrifa með Google

Ný tækni er kynnt fyrir nemendum í upplýsingatækni í þessari viku. Hún felst í því að hægt er að láta sérstaka viðbót við Google Docs skrá talað mál. Þetta þýðir að nemendur geta lesið tölvunni fyrir og tæknin skráir það sem sagt er. Virknin er nákvæmlega sú sama og í gamla daga þegar virðulegir forstjórar lásu riturum sínum fyrir bréf til viðskiptavina og annað slíkt. Þegar nemendur hafa tileinkað sér þessa tækni geta þeir sem vilja notað hana við verkefnaskil. Það getur komið sér vel fyrir alla sem eiga erfitt með skráningu, fingrasetningu, stafsetningu og fleira slíkt.
Lesa meira

Met í fjölda nemenda

Skráðir nemendur í MTR eru 383 í dag. Meirihluti er fjarnemar en mjög stór hluti þeirra er skráður með MTR sem aðalskóla. Samtals á þetta við um 336 nemendur. Þeir munu í fyllingu tímans útskrifast frá skólanum ef áform ganga eftir. Langflestir áfangar eru fullir og því miður hefur þurft að vísa frá allmörgum einstaklingum sem óskað hafa eftir að stunda nám við skólann.
Lesa meira

Jóla- og nýárskveðjur

Jóla- og nýárskveðjur
Lesa meira

Fjarnám

Skráningu í fjarnám á vorönn 2019 er lokið.
Lesa meira

Sautjánda brautskráningin

Tuttugu og einn nemandi brautskráðist frá Menntaskólanum á Tröllaskaga í dag. Þetta er sautjánda brautskráningin frá skólanum og hafa 244 brautskráðst frá upphafi. Útskriftarnemar eru frá ellefu stöðum á landinu, fjórtán þeirra eru fjarnemar og voru fimm þeirra viðstaddir brautskráningarathöfnina. Nemendur á haustönninni voru um 330 og þar af um 230 skráðir í fjarnám, sem er svipaður fjöldi og síðustu annir. Meira en helmingur fjarnema býr á
Lesa meira

Lífleg sýning

Sýning í lok haustannar var venju fremur lífleg og skemmtileg að þessu sinni. Auk verka úr myndlistar- og ljósmyndaáföngum voru verk úr íslensku, sögu, ensku og heimspeki áberandi. Sigurður Mar sýndi gestum virkni þrívíddarprentara og laserskera í myndlistarstofunni og á stóru tjaldi í salnum rann vídeóverkið Eyjahaf eftir Kötlu Gunnarsdóttir. Hún gerði verkið á eynni Lesbos þar sem hún var við hjálparstörf á haustönninni. Þá sýndi Anne-Flore Marxer kvikmynd sína „a land shaped by women“ sem að hluta var tekin í Fjallabyggð. Rætt er við ungar stúlkur úr byggðarlaginu í myndinni. Gestum á sýningunni þótti myndin mjög áhugaverð og einnig að geta rætt við höfundinn um efni og gerð myndarinnar. Þrjú stór lokaverkefni voru á sýningunni. Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir sýndi stór abstraktverk, Sigrún Kristjánsdóttir sýndi listrænar ljósmyndir og Telma Ýr Róbertsdóttir litrík málverk. Almennt má segja að óhlutbundin verk hafi verið áberandi úr myndlistaráföngum og inngangi að listum. Nemendur úr goðafræðiáfanga í íslensku sýndu fjölmörg verk þar sem æsir komu við sögu, Ratatorskur og Fenrisúlfur sem orðinn var að laxi að éta sólina. Nemendur í frumkvöðlafræði sýndu meðal annars matreiðslubók, ljósmyndabók og ýmislegt skraut. Nemandi í ensku sýndi leik sem hægt er að keppa í og geta nokkrir ást við. Nemendur og starfsmenn MTR þakka gestum fyrir komuna.
Lesa meira

Haustsýning

Sýning á verkum nemenda MTR á haustönninni verður haldin í skólanum á laugardag 15. desember kl. 13:00 – 16:00. Á sýningunni verða málverk, listrænar ljósmyndir og margvísleg verkefni úr áföngum á borð við fagurfræði, íslensku, frumkvöðlafræði, stærðfræði í listum og skapandi listir með þjóðfræðilegu ívafi. Til dæmis er barnabók á sýningunni, einnig tröllkarlar úr mismunandi efnum og ljóð og lög um tröll. Meðal verkefna úr frumkvöðlafræði eru matreiðslubók, hundabeisli og dýrabæli úr endurunnum dekkjum. Í þeim áfanga hafa nokkrir nemendur hannað og skipulagt ferðir eða aðra afþreyingu sem þeir kynna á sýningunni. Nemendur verða á staðnum tilbúnir að ræða um verk sín við gesti.
Lesa meira