Fréttir

Hálf fimmtánda milljón króna í styrk

Erasmus+ hefur úthlutað Menntaskólanum á Tröllaskaga 14,5 milljónum króna til námsferða nemenda og endurmenntunar kennara. Styrknum verður varið á næstu fimmtán mánuðum. Þetta er fjórði hæsti styrkurinn sem Erasmus+ úthlutar að þessu sinni til náms og þjálfunar á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.
Lesa meira

Sýning nemenda í áfanga um myndlist, listgildi og fagurfræði.

Nemendurnir eru allir í áfanganum MYNL3LF05 - Myndlist, listgildi og fagurfræði og hafa verið að skoða myndlist frá sjónarhóli fagurfræðinnar. Sýningin samanstendur af verkum sem fjalla um hið fagra, hið háleita og hið gróteska. Túlkun þeirra er ólík og nálgast þau viðfangsefnið hver með sínum hætti.
Lesa meira

Námsferð í Bæheimi

Átta manna hópur frá MTR en nú í námsferð í Příbram í Bæheimi í Tékklandi að vinna að Erasmus verkefninu „U2 have a voice” eða „Þú hefur líka rödd“ en markmið þess er fræðsla um mannréttindi og ábyrg þátttaka í lýðræðisþjóðfélagi.
Lesa meira

Líf og fjör í Lettlandi

Fimm drengir úr skólanum eru nú í námsferð í Lettlandi og vinna þar með félögum sínum frá Eistlandi og heimafólki i Ventspils.
Lesa meira

Eistar og Lettar i heimsókn

Átján manna hópur nemenda og kennara eru þessa viku í skólanum, þrettán nemendur og fimm kennarar frá Eistlandi og Lettlandi. Hér sameinast þau fimm nemendum MTR en nokkrir þeirra fóru til Tallin í september í fyrra til að vinna með sama hópi.
Lesa meira

MTR formlega orðinn UNESCO skóli

Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur nú fengið formlega viðurkenningu sem UNESCO skóli. Þetta er alþjóðlegt verkefni og með þessu er skólinn kominn í samstarfsnet tíu þúsund skóla í 181 landi.
Lesa meira

Innritun í fjarnám

Innritun í fjarnám stendur nú yfir fyrir haustönn 2022. Ekki er kennt á sumarönn í skólanum. Vinsamlegast skráið umsóknir í gegnum heimasíðu skólans.
Lesa meira

Sitt lítið af hverju frá Elíasi Þorvalds

Elías Þorvaldsson tónlistarkennari á Siglufirði færði á dögunum skólanum góða gjöf, hefti sem hann kallar Sitt lítið af hverju og inniheldur frumsamin lög hans nótnasett með laglínum, textum og hljómum. Þetta eru lög sem hafa gagnast honum vel í kennslu síðustu áratugina, sérstaklega við kennslu yngra fólks, auk laga sem samin hafa verið við hin ýmsu tilefni. Lögin eru um 40 talsins og eru samin við ljóð og texta ýmissa skálda og textahöfunda. Heftinu fylgir minnislykill sem hefur að geyma hljóðskrár með mörgum laganna og allt efni heftisins sem pdf skjöl. Ýmsir söngvarar í Fjallabyggð sungu lögin inn á síðustu mánuðum. Skólinn þakkar Elíasi kærlega fyrir þessa góðu gjöf sem án efa mun nýtast í tónlistarkennslu á listabraut skólans. Á myndinni má sjá menningarfulltrúa skólans, Þórarinn Hannesson, færa Láru Stefánsdóttur, skólameistara heftið góða fyrir hönd Elíasar.
Lesa meira

Evrópskt verkefni um mannréttindi

Þessa viku er hópur nemenda og kennara frá Grikklandi, Lettlandi og Tékklandi í heimsókn í skólanum. Hópurinn telur 21 nemanda og sex kennara en níu nemendur og tveir kennarar MTR taka á móti þeim. Þetta er Erasmus verkefni sem nefnist „U2 have a voice” eða „Þú hefur líka rödd“ en markmið þess er fræðsla um mannréttindi og ábyrg þátttaka í lýðræðisþjóðfélagi.
Lesa meira

Kínversk matarmenning

Á dögunum fengu nemendur að kynnast kínverskri matargerð undir leiðsögn Teresu Cheung kennaranema sem hefur verið í vettvangsnámi og æfingakennslu í skólanum að undanförnu. Þetta var í áfanganum Matur og menning sem verið hefur einn vinsælasti valáfangi skólans um árabil.
Lesa meira