13.04.2023
Það er hægt að kenna tölfræði á margvíslegan hátt og ekkert endilega með formúlum í bók eða töflureikni á skjá. Þetta veit enginn betur en Inga Eiríksdóttir stærðfræðikennari sem er fundvís á nýstárlegar aðferðir við stærðfræðikennslu.
Lesa meira
12.04.2023
Innritun í fjarnám stendur nú yfir fyrir haustönn 2023. Ekki er kennt á sumarönn í skólanum. Vinsamlegast skráið umsóknir í gegnum heimasíðu skólans.
Lesa meira
10.04.2023
Birgitta Þorsteinsdóttir er frá Siglufirði. Hún útskrifaðist af listabraut MTR árið 2015. Þá lá leiðin í Háskólann á Akureyri þar sem hún lauk B.Ed í kennarafræði og tók svo masterinn í beinu framhaldi þar sem hún lagði áherslu á upplýsingatækni í skólastarfi.
Lesa meira
08.04.2023
Guðni Brynjólfur Ásgeirsson er frá Siglufirði. Hann útskrifaðist af náttúrufræðibraut MTR í desember 2012. Í framhaldi af því stundaði hann nám í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Lesa meira
04.04.2023
Erla Marý Sigurpálsdóttir er frá Ólafsfirði. Hún útskrifaðist af íþróttabraut MTR í maí 2017. Hún ákvað í framhaldinu að skrá sig í íþrótta- og heilsufræði með kennsluréttindum í Háskóla Íslands og er nú útskrifuð með meistaragráðu úr því námi.
Lesa meira
31.03.2023
Menntaskólinn á Tröllaskaga er í margvíslegu erlendu samstarfi og mörg verkefni í gangi hverju sinni. Eitt þeirra er vinna með aðilum í Póllandi að gerð rafræns kennsluefnis í ensku.
Lesa meira
29.03.2023
Nemendur 10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar kom í heimsókn í skólann í dag. Þessi hópur mun á næstunni sækja um skólavist í framhaldsskóla og því gott að kynna sér hvað skólinn í heimabyggð hefur uppá að bjóða.
Lesa meira
22.03.2023
Ida Semey kennari og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðstoðarskólameistari eru nýkomnar frá Helsinki þar sem þær tóku þátt í Nordplus Adult verkefni um virka borgaravitund. Auk MTR tekur Símenntun á Vesturlandi, KVUC frá Danmörku, KSL Study Centre í Finnlandi og Upplands-Bro Adult education center Svíþjóð þátt í verkefninu. Markmið verkefnisins er að finna verkfæri og leiðir til að stuðla að virkri þátttöku nemenda í lýðræðissamfélagi.
Lesa meira
22.03.2023
Segja má að við í skólanum höfum fengið heimsendingu frá Þjóðleikhúsinu í gær því öllum var boðið á leiksýninguna Góðan daginn faggi. Þetta er söngleikur sem byggir á ævi höfundar og leikarans Bjarna Snæbjörnssonar.
Lesa meira
16.03.2023
Sjónlistadagurinn var haldinn hátíðlegur í skólanum í gær. Verkefni dagsins var að teikna auga og tóku nemendur jafnt sem kennarar þátt í leiknum.
Lesa meira