17.02.2023
Í gær kom 29 manna hópur starfsfólks Menntaskólans á Egilsstöðum til okkar í heimsókn. Skipulögð var þriggja tíma dagskrá þar sem starfsfólk og nemendur kynntu skólann fyrir gestunum en einnig gafst tími til að ræða málin.
Lesa meira
10.02.2023
Í nemendahópi okkar í MTR hefur síðustu ár verið töluverður hópur afreksíþróttafólks sem æfir og keppir erlendis en stundar fjarnám jafnhliða íþróttunum. Einn þeirra er landsliðsmaðurinn Viktor Karl Einarsson sem í dag er leikmaður Breiðabliks en lék með AZ Alkmaar í Hollandi og IFK Varnamo í Svíþjóð meðan hann stundaði nám við skólanum.
Lesa meira
24.01.2023
Listamaður mánaðarins í skólanum er Ástþór Árnason og eru sjö verk eftir hann til sýnis í Hrafnavogum, miðrými skólans. Listamaður mánaðarins er sýningarröð sem féll niður á meðan heimsfaraldurinn gekk yfir en er nú að komast af stað á ný.
Lesa meira
23.01.2023
Fjórir nemendur skólans voru í landsliðinu í íshokkí sem keppti á heimsmeistaramóti leikmanna yngri en 20 ára sem haldið var í Skautahöllinni í Laugardal. Þetta voru þeir Alex Máni Sveinsson, Arnar Helgi Kristjánsson, Helgi Þór Ívarsson og Uni Steinn Blöndal.
Lesa meira
19.01.2023
Langflest nemenda MTR eru hamingjusöm, sátt og finnst allt í besta lagi í skólanum. Þetta kemur fram í niðurstöðum Skólapúls framhaldsskóla sem er könnun á líðan sem árlega er lögð er fyrir alla framhaldsskólanema.
Lesa meira
12.01.2023
Skólastarfið er nú komið í fullan gang í MTR og nemendur og starfsfólk fegin að koma til starfa eftir gott jólafrí. Nemendur aldrei verið fleiri í en á þessari önn eða 572 talsins.
Lesa meira
12.01.2023
Nemendur í MTR fengu smá sýnikennslu í grunnatriðum box. Fyrsti hálftími dagsins í skólanum er skipulagður í ýmiskonar uppbrot þar sem kennarar koma inn með fræðslu og þá oftast eitthvað sem sýnir nýja hlið á kennurunum. Bergþór Morthens myndlistarkennari fór yfir nokkur grunnatriði með nemendum sem fengu svo að spreyta sig. Nemendur sýndu góð tilþrif og fengu smjörþefinn af hinni göfugu list sem boxið er.
Lesa meira
02.01.2023
Við óskum öllum nær og fjær farsældar og gleði á nýju ári. Námið byrjar 3. janúar samkvæmt fyrirmælum í Moodle kennslukerfi skólans. Fullt er í fjarnám. Nemendur eiga að hafa fengið upplýsingar frá kennara í tölvupósti hvernig þeir skrá sig í áfanga sína í kennslukerfinu. Nemendur sjá áfanga sína í Innu. Sé eitthvað óljóst geta fjarnemar haft samband við Birgittu umsjónarkennara sinn birgitta@mtr.is Fyrstu skil verkefna eru 8. janúar. Hlökkum til að starfa með ykkur í vetur.
Lesa meira
17.12.2022
Þrjátíu nemendur brautskráðust frá Menntaskólanum á Tröllaskaga í dag. Alls hafa nú 495 nemendur brautskráðst frá skólanum en þetta er þrettánda starfsár hans.
Lesa meira
15.12.2022
Við höfum nú lokað fyrir innritun í fjarnám þar sem allt er orðið yfirfullt. Viljum við þakka frábærar móttökur og hlökkum til að hitta nýnemana okkar á nýju ári. Skráðir nemendur hafa fengið innheimtuseðil í banka og sjá í Innu hvaða áfanga þeir komust í. Námið hefst 3. janúar og fyrstu skil á verkefnum til lokaeinkunnar verða 8. janúar 2023.
Lesa meira