Glæsileg árshátíð nemendafélagsins

Árshátíð mynd GÞ
Árshátíð mynd GÞ

Nemendafélagið Trölli hélt sína árlegu árshátíð þann 2. maí sl. og var hún haldin í sal skólans. Nemendur og starfsfólk mætti í sínu fínasta pússi og naut samverunnar. Stjórn nemendafélagsins skipulagði fjölbreytta dagskrá þar sem heilasellurnar voru m.a. virkjaðar í Kahoot keppni um ofurhetjur í kvikmyndum og teiknimyndasögum ásamt öðrum spurningaleikjum og lipurðin könnuð í hinni árlegu limbókeppni. Ljúffengar veitingar, að hætti unga fólksins, voru á boðstólum s.s. sushi, pizzur og kebab. Runnu þær ljúflega niður og svo var ís í eftirmat.

Er óhætt að segja að vel hafi tekist til og allir skemmt sér vel eins og myndirnar bera með sér. Myndir