Umræða um samþykki, mörk og náin samskipti

Horft á heimildamynd mynd ÞH
Horft á heimildamynd mynd ÞH

Í dag fór fram í skólanum þörf og áhugaverð umræða meðal nemenda um samþykki, mörk og náin samskipti. Staðnemum skólans var skipt í umræðuhópa og nemendafélagið Trölli stýrði umræðum. Fyrst var horft á heimildarmynd frá mennta- og barnamálaráðuneytinu þar sem fjallað var um umræðuefnið. Hún var gerð í kjölfar MeToo byltingar framhaldsskólanema haustið 2022 þar sem þeir kröfðust þess að að fá meiri kynfræðslu í skólana og almenna umræðu um samþykki, mörk og kynferðisofbeldi. Myndin byggist upp af stuttum innslögum úr samtölum nemenda þar sem þau ræða málefnið. Ráðuneytið sendi myndina til allra framhaldsskóla landsins nú á vordögum með beiðni um að nemendafélög skólanna tækju hana upp á sínum vettvangi. Markmiðið er að kveikja gagnrýnin samtöl meðal nemenda um samþykki, mörk í nánum samböndum og kynferðisofbeldi.

Fjörlegar umræður sköpuðust í hópunum og niðurstöður þeirra voru skráðar. Verður unnið frekar úr þeim á vettvangi nemenda sem og með fagteymi ofbeldismála í MTR. Þá fá allir fjarnemar og foreldrar sendan hlekk á heimildarmyndina og frekari upplýsingar um fræðslu. Myndir

Hér er hlekkur á myndina