Fjör á síðasta kennsludegi

Síðasti kennsludagur
Síðasti kennsludagur

Síðasti kennsludagur á vorönn var sl. þriðjudag og af því tilefni skipulögðu íþróttakennarar skólans Tarzan-leik í íþróttahúsinu fyrir nemendur og buðu nemendum í elstu bekkjum Grunnskóla Fjallabyggðar einnig að vera með. Úr varð mikið fjör og góð skemmtun fyrir alla sem tóku þátt eins og myndirnar bera með sér.

Nú eru námsmatsdagar í skólanum þar sem kennarar leggja lokahönd á námsmat í áföngum sínum og gefa lokaeinkunnir. Framundan er svo námskeið kennara þar sem þeir fræðast um gervigreind, vorsýning verður 18. maí og útskrift laugardaginn 25. maí. Myndir