Erlend verkefni fréttir

Síðasti dagurinn í Tallin

Í dag er síðasti dagur Tallin ferðar fimm nemenda skólans. Dagurinn byrjaði á gönguferð í Lahemaa þjóðgarðinum og nú er vinna við gerð heimildarmyndar um ferðina. Áður en lagt var af stað i þjóðgarðinn var sunginn afmælissöngur fyrir Hrannar Breka en hann varð 19 ára í dag. Við óskum honum til hamingju með daginn.
Lesa meira

Heimsókn frá Kaupmannahöfn

Sextán kennarar, stjórnendur og starfsmenn í stoðþjónustu frá KVUC framhaldsskóla fullorðinna í Kaupmannahöfn heimsóttu okkur í vikunni. Þessi heimsókn hefur dregist í rúmt ár en loks gafst tækifærið. Í KVUC er fjarkennsla og virk notkun tækninnar þannig að fengur var að því að hitta þau og bera saman bækur. Starfsmenn MTR kynntu starfið hér fyrir þeim, þau hittu nemendur og miðluðu til okkar sinni starfsemi. Námsferð þeirra var styrkt af Evrópuverkefninu Erasmus+ sem við höfum einmitt notið góðs af. Gestirnir voru ánægðir með heimsóknina og töldu að þau hafðu haft af henni mikið gagn og hún hefði skapað samræðu um hugmyndir og starfshætti þeirra.
Lesa meira

Allskonar i Eistlandi

Annar vinnudagurinn hjá okkar mönnum í Tallin byrjaði á kennslu í Eistnesku en eftir það verður áframhaldandi vinna við að gera heimildarmynd um heimsóknina. Siðan verður farið á listasafn og deginum lýkur á að elda ssaman Eistneska þjóðarrétti
Lesa meira

Nemendur í Tallin

Fimm nemendur eru nú staddir í Tallin í Eistlandi og er það fyrsta utanlandsferð nemenda síðan heimsfaraldurinn brast á. Þeir taka þátt í Nordplus verkefni sem nefnist DRIL - Digital Routs for Intelligent Learning. Það passar því vel við hvernig námi og kennslu er háttað í MTR.
Lesa meira

Safna fyrir menningarferð til London

Þó að múrbrot sé ekki meðal kennslugreina í skólanum voru nokkrir nemendur mættir til slíkra starfa eldsnemma í gærmorgun. Þetta er fjáröflun fyrir menningarferð til London sem fyrirhuguð er um miðjan október.
Lesa meira

Ný tækifæri í Erasmus+ samstarfinu

Nýjar áherslur í Evrópusamstarfinu á sviði skóla- og menntamála falla einstaklega vel að stefnu og starfsháttum MTR. Þetta á bæði við málaflokkana loftslags- og umhverfismál og það sem kalla mætti rafræna starfshætti. Mikil áhersla er lögð á fjölbreytni og þátttöku einstaklinga með ólíka færni og þekkingargrunn. Hægt verður að sækja um aukadaga á ferðalögum ef tengiflugi er sleppt en notaður vistvænn ferðamáti. Þá verður mögulegt að fá fé til að bjóða heim sérfræðingum til að halda erindi eða námskeið fyrir starfsmenn skólans. Hér er slóð á kynningu á þessum möguleikum á Opnunarhátíð Evrópusamstarfsins í Borgarleikhúsinu á dögunum: https://youtu.be/BphCPwK6wfw MTR hefur þegar fengið aðild að Erasmus+ áætluninni fyrir árin 2021-2027 sem tryggir fjármagn til þátttöku í verkefnum. Aðildin gerir að verkum að ferli umsókna er einfaldara og minni vinna fer í undirbúning og umsýslu.
Lesa meira

MTR Erasmus+ skóli

Svefnlausar nætur verkefnisstjóra erlendra samskipta heyra vonandi sögunni til. MTR hefur fengið vottun sem þýðir að skólinn þarf ekki að senda ógnarlangar og flóknar umsóknir um hvert einasta Erasmus+ verkefni sem hugur stendur til að ráðast í. Aðeins þarf að finna samstarfsskóla, sem einnig hafa vottun og skipuleggja verkefni með þeim. Greiðslur munu berast ef reglum er fylgt. Stefnt er að því að á hverju skólaári séu að minnsta kosti tveir slíkir áfangar í boði. Gert er ráð fyrir að um 130 einstaklingar muni taka þátt í erlendum samstarfsverkefnum skólans innan Erasmus+ áætlunarinnar á næstu fimm árum.
Lesa meira

Stafrænar aðferðir við erlent samstarf

Nordplusverkefni MTR og tveggja framhaldskóla í Eistlandi og Lettlandi var formlega ýtt úr vör í morgun. Nemendur úr skólunum þremur munu skoða sameiginlega fleti í menningu og umhverfi og æfa sig í fjarvinnslu milli landa. Skólameistararnir þrír hittust og hittu nemendur MTR í morgun og var atburðinum streymt á síðu verkefnisins. Hópur MTR-nema vinnur að þessu verkefni alla miðannarvikuna en samstarfið við nemendur í Eistlandi og Lettlandi heldur áfram á næsta skólaári, vonandi í formi nemendaheimsókna. Markmiðið er að nemendur öðlist þjálfun í að safna og vinna úr upplýsingum með mismunandi aðferðum og miðla efni lipurlega á milli landa í alþjóðlegu samstarfi. Fjarvinna og samstarf af þessu tagi hefur tekið stórt stökk á covidtímanum og mun bara halda áfram að aukast þannig að það er nauðsynlegt fyrir nemendur að undirbúa sig fyrir slíkt vinnuumhverfi. Kennarar í miðannaráfangnum þar sem grunnurin verður lagður í þessu fjölþjóðlega verkefni eru Áslaug Inga Barðadóttir, Ida Semey og Tryggvi Hróflsson.
Lesa meira

Gestir frá Sikiley

Nemendur enskukennarans Anthony M. La Pusata í tungumálaskóla á Sikiley voru gestir í enskuáfanga hjá Tryggva Hrólfssyni í morgun. Anthony leggur sérstaka áherslu á hæfni í samræðum en í enskukennslu á Ítalíu er almennt nokkuð mikil áhersla á málfræði og ritun en minni á samræðuhæfni. Hann og nemendur hans voru í morgun að kynna sér hvernig framhaldsskóli virkar á Íslandi og áherslur í námi og kennslu í MTR, svo sem vendikennslu og leiðsagnarmat án lokaprófa. Ítölsku nemendunum fannst þeir íslensku frjálslegir í fasi og létu í ljósi að þeir gætu vel hugsað sér að flatmaga í sófum á meðan þeir læra eins og gjarnan er gert í MTR. Þeim fannst athyglisvert að rekast á Bergþór Morthens í nærverunni að kenna nemendum portrettmálun frá vinnustofu sinni í Gautaborg í Svíþjóð. Þá vakti athygi að allir nemendur yrðu að taka inngangsáfanga í listum án tillits til þess hvaða braut þeir væru á. Hugmyndin er að nemendurnir á Sikiley og í MTR bæti samræðuhæfni sína á ensku með æfingum síðar í vetur
Lesa meira

Kynning í Hollandi

í gær tók Menntaskólinn á Tröllaskaga þátt í kynningum á „Beyond borders“ í Eindhoven í Hollandi. Viðburðurinn var rafrænn og skipulagður af Brainport Development sem er klasi samstarfsaðila atvinnulífs og skóla. Við erum að sækja um Erasmus+ verkefni með Brabant Collage í Hollandi sem er partur af þessum klasa. Þema viðburðarins var „Hnattrænt samstarf, íbúar jarðar og tungumálakunnátta“. í Erasmus+ umsókninni sem ber yfirheitið „Menntun, heildræn nálgun náms og kennslu í stafrænum heimi“ eru auk okkar og Hollendinganna skólar frá Portúgal og Spáni. Kynningin fór fram í gegnum Beam nærverurnar og var varpað frá þeim inn í rafrænt ráðstefnukerfi þar sem allt að 300 manns voru að fylgjast með úti í Hollandi. Skólameistari Lára Stefánsdóttir og Ida Semey kynntu. Hollendingarnir stýrðu nærverunni í skoðunarferð um skólann og fjallað var um sögu skólans, markmið, námsframboð, kennslu og námsaðferðir sem einkenna Menntaskólann á Tröllaskaga og eru hornsteinn Erasmus umsóknarinnar.
Lesa meira