Erlend verkefni
07.12.2016
Kennarar MTR létu til sín taka á ráðstefnu Evrópskra samtaka um upplýsingatækni í skólastarfi (EcoMediaEurope) í Iasi í Rúmeníu í síðustu viku. Sex kennarar kynntu starf sitt og aðferðir fyrir kennurum frá fjölmörgum ríkjum.
Lesa meira
Erlend verkefni
26.03.2015
Helga Ólafsdóttir, verkefnisstýra UNICEF, þakkaði MTR-nemum í Comeniusarverkefni fyrir þeirra framlag í skype-samtali í tíma í dag. Féð sem safnaðist hér dugar til að kaupa og setja upp sex vatnsdælur við brunna á svæðum þar sem skortur á hreinu vatni. Einnig verður nokkurri upphæð varið til að kaupa vatnshreinstöflur.
Lesa meira
Erlend verkefni
01.10.2013
Samstarfsfólk okkar í Comeníusarverkefninu um vatn hélt heim á leið um helgina eftir vel heppnaða viku í Ólafsfirði. Anna Lena Victorsdóttir segir að gestirnir hafi verið áhugasamir, tekið myndir og spurt margs. Hún var í hópi þeirra nemenda MTR sem eyddu miklum tíma með gestunum og segir að það hafi verið gaman að kynnast þeim.
Lesa meira
Erlend verkefni
24.09.2013
Erlendir samstarfsmenn okkar í fyrsta alþjóðlega verkefninu sem skólinn tekur þátt í eru komnir til Ólafsfjarðar. Þeir eru frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi. Ferðalagið gekk ekki alveg snurðulaust því vél þýska hópsins seinkaði og hann missti af Íslandsvélinni frá London og kom ekki til Keflavíkur fyrr en undir miðnætti og þurfti að eyða nóttinni í ferðina norður.
Lesa meira
Erlend verkefni
23.08.2013
Menntaskólinn á Tröllaskaga tekur þátt í Comeniusarverkefni með þemur skólum í jafn mörgum löndum, Ítalíu, Spáni og Þýskalandi. Verkefnið snýst um vatn og mikilvægi þess fyrir lífríki og samfélag manna. Fengist hefur styrkur að upphæð um fjórar milljónir króna úr Menntaáæltun ESB. Verkefnið stendur í tvö ár og felur í sér umfangsmiklar nemendaheimsóknir.
Menntaskólinn á Tröllaskaga leiðir verkefnið og verður Inga Eiríksdóttir, stærðfræðikennari í forsvari fyrir hönd skólans. Fyrsta heimsóknin er í næsta mánuði þegar tuttugu manna hópur nemenda og kennara frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi kemur og dvelur í MTR í viku. Gestirnir læra ljósmyndun, ferðast um Tröllaskaga og nágrenni auk þess að kynnast nemendum menntaskólans og öðru sem vekur áhuga þeirra á vettvangi.
Lesa meira
Erlend verkefni
20.03.2013
Nemendur í ensku 2B og 1U auka þessa dagana orðaforða sinn með því að spila leik á freerice.com vefsíðunni. Í leiðinni safna þau hrísgrjónum fyrir þurfandi. Í hópunum eru 57 nemendur og hafa þeir þegar þetta er skrifað safnað nægum hrísgrjónum til að fæða 35 einstaklinga í einn dag. Þetta er einstaklingskeppni og nokkur harka í henni.
Lesa meira