Fjölbreyttir þemadagar

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad ræðir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Miriam Petra Ómarsdóttir Awad ræðir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi

Í síðustu viku voru þemadagar hjá okkur í MTR. Þemað sem unnið var með barátta kvenna um allan heim í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Þriðjudaginn 7. mars kom Deisi Maricato, sem er kennaranemi í skólanum og er frá Brasilíu, til okkar og kynnti hún fyrir okkur matarhefðir frá Amazon svæðinu í Brasilíu. Deisi kom með allskyns mat sem er þekktur í Brasilíu og á því svæði, og leyfði nemendum að smakka. Maturinn sem Deisi kom með er notaður í allskyns drykki og mat hér á Íslandi, en er aðallega notaður sem hráefni.

Einnig var unnið verkefni upp úr myndbandskynningu um Amazon svæðið sem Deisi bjó til, og var það fræðandi fyrir nemendur.

Miðvikudaginn 8. mars komu Guðbjörn og Guðrún til að kynna fyrir okkur Alþjóðlegan baráttudag kvenna og sýndu okkur myndband sem var hugvekja, það innihélt umfjöllun og klippur úr raunveruleikanum sem sýndu styrk og samstöðu baráttu og aðstæður kvenna eins og þær í rauninni eru. Það var afskaplega fræðandi og áhugavert og kveikjan að sköpun listaverka tengdum þessum degi bæði hjá nemendum og starfsfólki skólans. Unnið var með handverk og notuð voru fréttablöð, tímarit og andrésblöð og gerðar voru klippimyndir, einnig var unnið með útsaum og búinn til list um baráttudag kvenna.

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad kom í skólann og flutti fyrirlestur um erfiðleika kvenna af erlendum uppruna hér á landi og var að tala um hvað það væri mikið erfiðara fyrir konur sem eru ekki með tengslanet eins og flestir aðrir sem eiga ættir á Íslandi. Hún talaði um rasisma og hvernig það væri hægt að taka betur á móti fólki sem koma af erlendum uppruna til landsins. Myndir

 

Fréttina skrifuðu nemendur í áfanganum Heimsmarkmið, umhverfi og sjálfbærni.