Verkefni um virka borgaravitund

Þátttakendur verkefnisins
Þátttakendur verkefnisins

Ida Semey kennari og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðstoðarskólameistari eru nýkomnar frá Helsinki þar sem þær tóku þátt í Nordplus Adult verkefni um virka borgaravitund. Auk MTR tekur Símenntun á Vesturlandi, KVUC frá Danmörku, KSL Study Centre í Finnlandi og Upplands-Bro Adult education center Svíþjóð þátt í verkefninu. Markmið verkefnisins er að finna verkfæri og leiðir til að stuðla að virkri þátttöku nemenda í lýðræðissamfélagi.

Áhersla er lögð á að kanna birtingarmyndir virkrar borgaravitundar. Megináhersla er lögð á fjölmenningu, fjölbreytni, inngildingu, jafnrétti ásamt þekkingu á réttindum og skyldum í lýðræðissamfélagi. Það er lærdómsríkt að bera saman ólík viðhorf mismunandi landa því þó allt séu þetta frændþjóðir er talsverður menningarmunur.

Dagskrá ferðarinnar var þétt og auk skapandi vinnufunda voru m.a. heimsóknir í framhaldsskóla, Oodi fjölnotahúsið, Time-out foundation og KLS Study Centre.

Nasima Razmyar bæjarstjóra menntamála í Helsinki tók á móti hópnum og kynnti finnska skólakerfið. Hún sagði að allir skólar í Helsinki væru góðir skólar, þau væru stolt af kennurum sínum og að þau sæu til þess að íbúar hverfanna væri sem fjölbreyttastur hópur.