Erlend verkefni fréttir

Góðir gestir frá Jótlandi

Tólf manna hópur frá Danmörku eru nú í tveggja daga heimsókn í skólanum. Þau skemmtu sér konunglega á snjóþotum og gönguskíðum í gær og veltu sér upp úr snjónum áður en þau stukku út í sundlaug.
Lesa meira

Líf og fjör á 8. mars

Það var líf og fjör í skólanum í dag á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Við fengum Miriam Petru Ómasdóttur Awad í heimsókn en hún fræddi nemendur og kennara um stöðu kvenna af erlendum uppruna hér á landi. Þá var föndrað úr afgöngum og sköpuð verk í tilefni dagsins.
Lesa meira

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Á morgun er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og af því tilefni verður fjölbreytt dagskrá í skólanum. Dagskráin hefst kl. 10:30 og gestir eru velkomnir í skólann að fylgjast með.
Lesa meira

Umhverfismál í öndvegi

Umhverfismál með tengingu við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er viðfangsefni alþjóðlegs verkefnis sem hrint var af stað í vetur. Auk nemenda og kennara MTR taka skólar í Króatíu, Spáni og Portúgal þátt í verkefninu sem er styrkt af Erasmus+.
Lesa meira

Alþjóðlegur dagur mannréttinda

Alþjóðlegur dagur mannréttinda er í dag, 10. desember. Í skapandi greinum eins og myndlist eru nemendur oftlega að fjalla um mannréttindi eins og sjá má á meðfylgjandi málverkum.
Lesa meira

Líf og fjör á Lanzarote

Það var ánægður og sólbakaður hópur nemenda og kennara sem komu heim úr vikulangri námsferð til Kanaríeyja um síðustu helgi. Okkar fólk til mikils sóma, þau voru athugul, áhugasöm og mjög viljug að taka þátt í öllu sem gert var í ferðinni, að sögn kennarana.
Lesa meira

Sirkuslistir í Belgíu

Fimmtán manna hópur nemenda og kennara eru nýkomin heim frá Brussel þar sem þau tóku þátt í námskeiði í sirkus listum. Þetta var liður í miðannarviku og því formlegt nám í skólanum þó óvenjulegt sé.
Lesa meira

Erasmus dagar

Erasmus dagarnir eru í dag og næstu tvo daga en þá er vakin athygli á þeim fjölmörgu verkefnum sem Erasmus+ áætlunin hefur styrkt undanfarin ár. MTR fékk vottun sem Erasmus skóli í mars í fyrra og hafa nemendur og kennarar notið góðs af því.
Lesa meira

Hálf fimmtánda milljón króna í styrk

Erasmus+ hefur úthlutað Menntaskólanum á Tröllaskaga 14,5 milljónum króna til námsferða nemenda og endurmenntunar kennara. Styrknum verður varið á næstu fimmtán mánuðum. Þetta er fjórði hæsti styrkurinn sem Erasmus+ úthlutar að þessu sinni til náms og þjálfunar á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.
Lesa meira

Námsferð í Bæheimi

Átta manna hópur frá MTR en nú í námsferð í Příbram í Bæheimi í Tékklandi að vinna að Erasmus verkefninu „U2 have a voice” eða „Þú hefur líka rödd“ en markmið þess er fræðsla um mannréttindi og ábyrg þátttaka í lýðræðisþjóðfélagi.
Lesa meira