Erlend verkefni fréttir

Lýðræðisnám í Grikklandi

Sjö nemendur ásamt tveimur kennurum eru nú í námsferð í Kalamata í Grikklandi. Þar taka þau þátt í verkefni sem nefnist „Þú hefur líka rödd“ en markmið þess er að þjálfa nemendur í virkri þátttöku í samfélaginu og kenna þeim að axla ábyrgð í lýðræðisþjóðfélagi. Auk Íslendinga og Grikkja taka nemendur frá Tékklandi og Lettlandi þátt í verkefninu.
Lesa meira

Kennarafundi stýrt frá Grikklandi

Fjarvinna og upplýsingatækni eru mikilvægur þáttur í skólastarfi í MTR. Stærstur hluti nemenda eru enda fjarnemar og koma aldrei í skólann og öll samskipti við þá eru á netinu. Kennarar skólans eru einnig búsettir á ýmsum stöðum og sinna kennslu hvar sem þeir eru staddir í heiminum.
Lesa meira

Líf og fjör í Lundúnum

Nemendur í skapandi tónlist hafa æft með félögum sínum í London undanfarna daga en hópur frá skólanum er nú í námsferð í heimsborginni. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem okkar menn hafa unnið með þessu fólki því um hríð hefur verið samvinna gegnum netið við nemendur í London College of Music, tónlistardeildinni innan University of West London.
Lesa meira

Námsferð til Lundúna

Þrettán manna hópur frá MTR er nú í námsferð í Lundúnum. Þetta eru ellefu nemendur og tveir kennarar sem munu dvelja í heimsborginni fram að helgi við leik og störf. Allt er þetta tónlistarfólk og markmið ferðarinnar er að kynnast tónlistarlífinu í borginni og spila á tónleikum með tónlistarnemum í London.
Lesa meira

Síðasti dagurinn í Tallin

Í dag er síðasti dagur Tallin ferðar fimm nemenda skólans. Dagurinn byrjaði á gönguferð í Lahemaa þjóðgarðinum og nú er vinna við gerð heimildarmyndar um ferðina. Áður en lagt var af stað i þjóðgarðinn var sunginn afmælissöngur fyrir Hrannar Breka en hann varð 19 ára í dag. Við óskum honum til hamingju með daginn.
Lesa meira

Heimsókn frá Kaupmannahöfn

Sextán kennarar, stjórnendur og starfsmenn í stoðþjónustu frá KVUC framhaldsskóla fullorðinna í Kaupmannahöfn heimsóttu okkur í vikunni. Þessi heimsókn hefur dregist í rúmt ár en loks gafst tækifærið. Í KVUC er fjarkennsla og virk notkun tækninnar þannig að fengur var að því að hitta þau og bera saman bækur. Starfsmenn MTR kynntu starfið hér fyrir þeim, þau hittu nemendur og miðluðu til okkar sinni starfsemi. Námsferð þeirra var styrkt af Evrópuverkefninu Erasmus+ sem við höfum einmitt notið góðs af. Gestirnir voru ánægðir með heimsóknina og töldu að þau hafðu haft af henni mikið gagn og hún hefði skapað samræðu um hugmyndir og starfshætti þeirra.
Lesa meira

Allskonar i Eistlandi

Annar vinnudagurinn hjá okkar mönnum í Tallin byrjaði á kennslu í Eistnesku en eftir það verður áframhaldandi vinna við að gera heimildarmynd um heimsóknina. Siðan verður farið á listasafn og deginum lýkur á að elda ssaman Eistneska þjóðarrétti
Lesa meira

Nemendur í Tallin

Fimm nemendur eru nú staddir í Tallin í Eistlandi og er það fyrsta utanlandsferð nemenda síðan heimsfaraldurinn brast á. Þeir taka þátt í Nordplus verkefni sem nefnist DRIL - Digital Routs for Intelligent Learning. Það passar því vel við hvernig námi og kennslu er háttað í MTR.
Lesa meira

Safna fyrir menningarferð til London

Þó að múrbrot sé ekki meðal kennslugreina í skólanum voru nokkrir nemendur mættir til slíkra starfa eldsnemma í gærmorgun. Þetta er fjáröflun fyrir menningarferð til London sem fyrirhuguð er um miðjan október.
Lesa meira

Ný tækifæri í Erasmus+ samstarfinu

Nýjar áherslur í Evrópusamstarfinu á sviði skóla- og menntamála falla einstaklega vel að stefnu og starfsháttum MTR. Þetta á bæði við málaflokkana loftslags- og umhverfismál og það sem kalla mætti rafræna starfshætti. Mikil áhersla er lögð á fjölbreytni og þátttöku einstaklinga með ólíka færni og þekkingargrunn. Hægt verður að sækja um aukadaga á ferðalögum ef tengiflugi er sleppt en notaður vistvænn ferðamáti. Þá verður mögulegt að fá fé til að bjóða heim sérfræðingum til að halda erindi eða námskeið fyrir starfsmenn skólans. Hér er slóð á kynningu á þessum möguleikum á Opnunarhátíð Evrópusamstarfsins í Borgarleikhúsinu á dögunum: https://youtu.be/BphCPwK6wfw MTR hefur þegar fengið aðild að Erasmus+ áætluninni fyrir árin 2021-2027 sem tryggir fjármagn til þátttöku í verkefnum. Aðildin gerir að verkum að ferli umsókna er einfaldara og minni vinna fer í undirbúning og umsýslu.
Lesa meira