Erlend verkefni
10.12.2022
Alþjóðlegur dagur mannréttinda er í dag, 10. desember. Í skapandi greinum eins og myndlist eru nemendur oftlega að fjalla um mannréttindi eins og sjá má á meðfylgjandi málverkum.
Lesa meira
Erlend verkefni
17.11.2022
Það var ánægður og sólbakaður hópur nemenda og kennara sem komu heim úr vikulangri námsferð til Kanaríeyja um síðustu helgi. Okkar fólk til mikils sóma, þau voru athugul, áhugasöm og mjög viljug að taka þátt í öllu sem gert var í ferðinni, að sögn kennarana.
Lesa meira
Erlend verkefni
17.10.2022
Fimmtán manna hópur nemenda og kennara eru nýkomin heim frá Brussel þar sem þau tóku þátt í námskeiði í sirkus listum. Þetta var liður í miðannarviku og því formlegt nám í skólanum þó óvenjulegt sé.
Lesa meira
Erlend verkefni
13.10.2022
Erasmus dagarnir eru í dag og næstu tvo daga en þá er vakin athygli á þeim fjölmörgu verkefnum sem Erasmus+ áætlunin hefur styrkt undanfarin ár. MTR fékk vottun sem Erasmus skóli í mars í fyrra og hafa nemendur og kennarar notið góðs af því.
Lesa meira
Erlend verkefni
10.05.2022
Erasmus+ hefur úthlutað Menntaskólanum á Tröllaskaga 14,5 milljónum króna til námsferða nemenda og endurmenntunar kennara. Styrknum verður varið á næstu fimmtán mánuðum. Þetta er fjórði hæsti styrkurinn sem Erasmus+ úthlutar að þessu sinni til náms og þjálfunar á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.
Lesa meira
Erlend verkefni
06.05.2022
Átta manna hópur frá MTR en nú í námsferð í Příbram í Bæheimi í Tékklandi að vinna að Erasmus verkefninu „U2 have a voice” eða „Þú hefur líka rödd“ en markmið þess er fræðsla um mannréttindi og ábyrg þátttaka í lýðræðisþjóðfélagi.
Lesa meira
Erlend verkefni
09.11.2021
Sjö nemendur ásamt tveimur kennurum eru nú í námsferð í Kalamata í Grikklandi. Þar taka þau þátt í verkefni sem nefnist „Þú hefur líka rödd“ en markmið þess er að þjálfa nemendur í virkri þátttöku í samfélaginu og kenna þeim að axla ábyrgð í lýðræðisþjóðfélagi. Auk Íslendinga og Grikkja taka nemendur frá Tékklandi og Lettlandi þátt í verkefninu.
Lesa meira
Erlend verkefni
08.11.2021
Fjarvinna og upplýsingatækni eru mikilvægur þáttur í skólastarfi í MTR. Stærstur hluti nemenda eru enda fjarnemar og koma aldrei í skólann og öll samskipti við þá eru á netinu. Kennarar skólans eru einnig búsettir á ýmsum stöðum og sinna kennslu hvar sem þeir eru staddir í heiminum.
Lesa meira
Erlend verkefni
14.10.2021
Nemendur í skapandi tónlist hafa æft með félögum sínum í London undanfarna daga en hópur frá skólanum er nú í námsferð í heimsborginni. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem okkar menn hafa unnið með þessu fólki því um hríð hefur verið samvinna gegnum netið við nemendur í London College of Music, tónlistardeildinni innan University of West London.
Lesa meira
Erlend verkefni
11.10.2021
Þrettán manna hópur frá MTR er nú í námsferð í Lundúnum. Þetta eru ellefu nemendur og tveir kennarar sem munu dvelja í heimsborginni fram að helgi við leik og störf. Allt er þetta tónlistarfólk og markmið ferðarinnar er að kynnast tónlistarlífinu í borginni og spila á tónleikum með tónlistarnemum í London.
Lesa meira