Erlend verkefni fréttir

Litháenfarar ánægðir

Mikil ánægja ríkir í hópi nemenda sem dvöldu í Litháen í viku í samstarfsverkefninu HELP. Auk Litháa og Íslendinga eru nemendur frá Noregi og Spáni í verkefninu. Viðfangsefnin í vikunni tengdust mengun með sérstakri áherslu á matvæli sem nemendur tóku með sér að heiman til rannsóknar. Einnig var fjallað um loftmengun og hljóðmengun sem var rannsökuð í kring um skólann í þátttökuborginni Siauliai. Félagslíf var fjörugt í hópnum meðan á dvölinni stóð og til dæmis haldnar kvöldvökur helgaðar hverju landi um sig. Gestgjafarnir voru leiðandi í þessu starfi sem gekk með ágætum og góð kynni tókust með þátttakendum. Aðkomufólkið naut gestrisni og gisti heima hjá litháisku þátttakendunum. Almenn ánægja var með þá tilhögun.
Lesa meira

Gestkvæmt í MTR

Fjórir norskir kennarar frá Tangenåsen miðskólanum í Noregi verða gestir okkar í vikunni og fylgjast með námi og kennslu. Áhugi þeirra beinist fyrst og fremst að fjarkennslu og fjarnámi, notkun upplýsingatækni, möguleikum nemenda til að skila verkefnum á ólíku formi, leiðsagnarmati og nýsköpun í tengslum við nærsamfélagið. Í hópnum eru kennarar í tungumálum, raun- og listgreinum og sérfræðingar á fleiri sviðum.
Lesa meira

Fjölþjóðlegt vistfræðiverkefni

Verkefnið snýst um ungmennaskipti og jafningjafræðslu á sviði heilsu, vistfræði og baráttu gegn mengun náttúrunnar. Þátttakendur koma frá Noregi, Litháen, Spáni og Íslandi. Undirbúningsfundur var haldinn í Kópavogi fyrr í vikunni. Þar voru bæði ungmenni og kennarar frá löndunum fjórum. Fyrstu skiptin verða í miðannarvikunni þegar hópar frá Spáni, Noregi og Íslandi hitta félagana í Litháen í bænum Siauliai sem er nyrst í landinu. Í þessum fyrsta áfanga verður áherslan fyrst og fremst á mengun, láðs, lofts og lagar. Fyrir ferðina eiga þátttakendur að kynna sér ákveðin atriði í sambandi við mengun á sínum heimaslóðum. Í apríl á næsta ári hittist hópurinn í Noregi og í september á Tenerife á Spáni.
Lesa meira

Aukið val – fjölþjóðlegt verkefni

MTR tekur þátt í Nordplus Horizontal verkefni sem snýst um að kennarar og skólastjórnendur skiptist á upplýsingum um gagnlegar aðferðir við að auka val nemenda í framhaldsskólum og sveigjanleika í námi. Tveir háskólar og sjö framhaldsskólar í Eistlandi, Finlandi, Lettlandi og á Íslandi taka þátt í verkefninu. Hópur kennara frá samstarfslöndunum þremur heimsótti MTR í vikunni. Lára Stefánsdóttir skólameistari sagði þeim frá tilurð skólans og námsskránni sem er sveigjanleg og veitir mikið frelsi við skipulagningu námsins. Einnig ræddi hún þær samfélagsbreytingar sem framundan eru og huga þarf að í námsframboði og vinnubrögðum. Inga Eiríksdóttir, stærðfræðikennari kynnti kennslu og nám í skólanum og sýndi myndbönd þar sem nemendur njóta sín við ólík viðfangsefni úti og inni. Síðan kynntu samstarfsskólarnir áherslur í sínum námsskrám og aðferðir við að gera námið sem fjölbreyttast. Meðal þess sem bar á góma var fjarnám og upplýsingatækni, viðurkenning eða mat á fyrra námi og starfi, samstarf skóla og annarra menntastofnana og þátttaka nemenda í að móta námsskrá skóla og skipuleggja eigin námsferil.
Lesa meira

Kennarar frá Kaliforníu

Fimm listamenn frá Kaliforníu tóku að sér alla myndlistarkennslu í skólanum í morgun. Unnið var útfrá þemanu „shared seas“ og verður afraksturinn til sýnis í Listhúsi Fjallabyggðar. Nemendur unnu með leirþrykk. Ýmsar fígúrur voru mótaðar í leirinn og hann síðan hulinn með prentbleki og þrykkt á pappír. Nemendum þótti veruleg nýbreytni að aðferðunum sem þeir lærðu í tímunum í morgun og sýndu áhuga sinn í verki eins og myndirnar sem fylgja fréttinni bera með sér.
Lesa meira

Heimsókn til Riga

Þrír kennarar frá MTR störfuðu í hinni fornfrægu borg Riga, höfuðborg Lettlands, í miðannarvikunni og heimsóttu Hönnunar- og listaskólann, eða Rīgas Dizaina un Mākslas Vidusskola, eins og hann nefnist á lettneskri tungu. Sendiefndina frá Tröllaskaga skipuðu þau þau Karólína Baldvinsdóttir, Sigurður Mar og Valgerður Ósk Einarsdóttir.
Lesa meira

Sýrlenska eldhúsið

Nemendur og kennarar í áfanganum Matur og menning heimsóttu Rauða krossinn í dag og elduðu sýrlenskan mat. Tvær konur úr hópi flóttamanna Fayrouz og Joumana stýrðu þessu með Helen, sjálfboðaliða á Akureyri. Yngsti sonur Fayrouz, Abdul, tveggja mánaða var einnig með og bræddi nokkur hjörtu. MTR-liðið var aðeins á undan áætlun og fékk því stutta kynningu á starfi Rauða krossins í Eyjafirði áður en eldamennskan hófst.
Lesa meira

Grænlandsverkefni að ljúka

Lára Stefánsdóttir, skólameistari og Valgerður Ósk Einarsdóttir, námskrárstjóri eru í Sisimiut á Grænlandi að leggja lokahönd á verkefni sem skólinn tekur þátt í. Lára er í nefnd á vegum grænlenska menntamálaráðuneytisins, sem er að móta tillögur um skipan fjarkennslu í framhaldsskólum.
Lesa meira

Heimsókn til Monterey

Menntaskólinn á Tröllaskaga er í samstarfi við Monterey Peninsula College (MPC) í Monterey í Kaliforníu um verkefni sem kallast „Shared Seas“ og fjallar um að við deilum hafinu. Verkefnið tengist listum, náttúru hafsins og sérstöðu staða við sjó. Í janúar fóru þau Lára Stefánsdóttir skólameistari, Bergþór Morthens listakennari og Tómas Atli Einarsson er kennir á tækjabúnað í ArtFabLab til Monterey ásamt Alice Liu forstöðumanni Listhúss í Fjallabyggð.
Lesa meira

Listkennarar frá Lettlandi

Þrír kennarar við Hönnunar- og listaskólann í Riga í Lettlandi hafa í vikunni fylgst með námi og kennslu á listabraut MTR. Hönnunar- og listaskólinn var áður almennur framhaldsskóli en er nú sérhæfður á sviði lista og hönnunar. Nemendur eru tæplega fimm hundruð en kennarar tæplega eitt hundrað.
Lesa meira