Erlend verkefni fréttir

MTR Erasmus+ skóli

Svefnlausar nætur verkefnisstjóra erlendra samskipta heyra vonandi sögunni til. MTR hefur fengið vottun sem þýðir að skólinn þarf ekki að senda ógnarlangar og flóknar umsóknir um hvert einasta Erasmus+ verkefni sem hugur stendur til að ráðast í. Aðeins þarf að finna samstarfsskóla, sem einnig hafa vottun og skipuleggja verkefni með þeim. Greiðslur munu berast ef reglum er fylgt. Stefnt er að því að á hverju skólaári séu að minnsta kosti tveir slíkir áfangar í boði. Gert er ráð fyrir að um 130 einstaklingar muni taka þátt í erlendum samstarfsverkefnum skólans innan Erasmus+ áætlunarinnar á næstu fimm árum.
Lesa meira

Stafrænar aðferðir við erlent samstarf

Nordplusverkefni MTR og tveggja framhaldskóla í Eistlandi og Lettlandi var formlega ýtt úr vör í morgun. Nemendur úr skólunum þremur munu skoða sameiginlega fleti í menningu og umhverfi og æfa sig í fjarvinnslu milli landa. Skólameistararnir þrír hittust og hittu nemendur MTR í morgun og var atburðinum streymt á síðu verkefnisins. Hópur MTR-nema vinnur að þessu verkefni alla miðannarvikuna en samstarfið við nemendur í Eistlandi og Lettlandi heldur áfram á næsta skólaári, vonandi í formi nemendaheimsókna. Markmiðið er að nemendur öðlist þjálfun í að safna og vinna úr upplýsingum með mismunandi aðferðum og miðla efni lipurlega á milli landa í alþjóðlegu samstarfi. Fjarvinna og samstarf af þessu tagi hefur tekið stórt stökk á covidtímanum og mun bara halda áfram að aukast þannig að það er nauðsynlegt fyrir nemendur að undirbúa sig fyrir slíkt vinnuumhverfi. Kennarar í miðannaráfangnum þar sem grunnurin verður lagður í þessu fjölþjóðlega verkefni eru Áslaug Inga Barðadóttir, Ida Semey og Tryggvi Hróflsson.
Lesa meira

Gestir frá Sikiley

Nemendur enskukennarans Anthony M. La Pusata í tungumálaskóla á Sikiley voru gestir í enskuáfanga hjá Tryggva Hrólfssyni í morgun. Anthony leggur sérstaka áherslu á hæfni í samræðum en í enskukennslu á Ítalíu er almennt nokkuð mikil áhersla á málfræði og ritun en minni á samræðuhæfni. Hann og nemendur hans voru í morgun að kynna sér hvernig framhaldsskóli virkar á Íslandi og áherslur í námi og kennslu í MTR, svo sem vendikennslu og leiðsagnarmat án lokaprófa. Ítölsku nemendunum fannst þeir íslensku frjálslegir í fasi og létu í ljósi að þeir gætu vel hugsað sér að flatmaga í sófum á meðan þeir læra eins og gjarnan er gert í MTR. Þeim fannst athyglisvert að rekast á Bergþór Morthens í nærverunni að kenna nemendum portrettmálun frá vinnustofu sinni í Gautaborg í Svíþjóð. Þá vakti athygi að allir nemendur yrðu að taka inngangsáfanga í listum án tillits til þess hvaða braut þeir væru á. Hugmyndin er að nemendurnir á Sikiley og í MTR bæti samræðuhæfni sína á ensku með æfingum síðar í vetur
Lesa meira

Kynning í Hollandi

í gær tók Menntaskólinn á Tröllaskaga þátt í kynningum á „Beyond borders“ í Eindhoven í Hollandi. Viðburðurinn var rafrænn og skipulagður af Brainport Development sem er klasi samstarfsaðila atvinnulífs og skóla. Við erum að sækja um Erasmus+ verkefni með Brabant Collage í Hollandi sem er partur af þessum klasa. Þema viðburðarins var „Hnattrænt samstarf, íbúar jarðar og tungumálakunnátta“. í Erasmus+ umsókninni sem ber yfirheitið „Menntun, heildræn nálgun náms og kennslu í stafrænum heimi“ eru auk okkar og Hollendinganna skólar frá Portúgal og Spáni. Kynningin fór fram í gegnum Beam nærverurnar og var varpað frá þeim inn í rafrænt ráðstefnukerfi þar sem allt að 300 manns voru að fylgjast með úti í Hollandi. Skólameistari Lára Stefánsdóttir og Ida Semey kynntu. Hollendingarnir stýrðu nærverunni í skoðunarferð um skólann og fjallað var um sögu skólans, markmið, námsframboð, kennslu og námsaðferðir sem einkenna Menntaskólann á Tröllaskaga og eru hornsteinn Erasmus umsóknarinnar.
Lesa meira

Erlent samstarf til fyrirmyndar

Tvö erlend verkefni bíða á hillunni eftir að covid-faraldurinn réni eða gangi yfir. Annað er samstarf við framhaldsskóla á Spáni, Ítatíu og Portúgal en hitt er endurmenntunarverkefni fyrir starfsmenn. Þessi verkefni eiga að hefjast um áramótin. MTR hefur bæði gengið vel að afla samstarfskóla og fengið sérlega jákvæð viðbrögð við umsóknum um Erasmusstyrki. Ástæða þess er að verkefni sem skólinn hefur tekið þátt í hafa gengið mjög vel. Í formlegu mati á endurmenntunarnámskeiði sem lauk í vor kom fram að framkvæmdin hefði að mörgu leyti verið til fyrirmyndar. Allar ferðir tengdust skipulögðum námskeiðum eins og gert var ráð fyrir í umsókn. Allar ferðir voru farnar og ein að auki. Flest námskeiðin tengdust nýjum kennsluháttum eða nýrri tækni í námi og kennslu í samræmi við stefnu skólans. Fram kom líka í matinu að miðlun á reynslu þátttakenda væri markviss á reglulegum fundum og á facebooksíðu starfsmanna. Segja megi að skapast hafi sterk alþjóðleg menning innan skólans, það þyki sjálfsagt að starfsmenn taki þátt í alþjóðlegu samstarfi og stuðningur stjórnenda við það sé afgerandi. Í formlegri umsögn RANNÍS segir að þátttaka í Evrópuverkefnum hafi haft mikil áhrif bæði á einstaklingana og skólann í heild. Einstaklingar hafi vaxið í starfi, eigi auðveldara með að takast á við krefjandi aðstæður og hafi byggt upp net tengsla við erlenda kollega. Verkefnisstjóri erlendra samskipta í MTR er Ida Semey.
Lesa meira

Björgunarsveitir kynntar í Erasmus+ verkefni

Sjö MTR-nemendur og tveir kennarar hafa dvalið í Saldus í Lettlandi þessa viku og tekið þátt í Erasmus+ verkefninu „U2 have a voice“. Það snýst um að efla nemendalýðræði og virkja ungt fólk til þátttöku í lýðræðissamfélagi. Ásamt íslensku nemendunum taka nemendur frá Grikklandi, Lettlandi og Tékklandi þátt. Nemendurnir gista hjá fjölskyldum í Saldus og kynnast þannig innbyrðis og fá tækifæri til að upplifa ólíka menningu inni á heimilunum og í Saldus Videskula sem heldur utan um verkefnið í Lettlandi. Þátttakendur fengu höfðinglegar móttökur á mánudagsmorgun þegar haldnir voru tónleikar þeim til heiðurs í anda kærleika og ástar, enda Valentínusardagurinn nýliðinn.
Lesa meira

Lýðræði og ábyrgð

Hópur sjö MTR-nemenda og tveggja kennara verður í Lettlandi þessa viku og tekur þátt í Erasmus+ verkefni. Markmið þess er að þjálfa nemendur í virkri þátttöku og kenna þeim að axla ábyrgð í lýðræðisþjóðfélagi. Þátttakendur eru nemendur framhaldsskóla í Grikklandi og Tékklandi auk Lettlands og Íslands. Verkefnið er að hefjast en mun standa í tvö ár. Í fyrsta hlutanum verður fjallað um borgaralega ábyrgð, starf sjálfboðaliða og kosningar. Nemendahópurinn frá MTR ætlar að kynna starf björgunarsveitanna á Íslandi auk þess að segja frá landi og þjóð, Fjallabyggð og skólanum sínum.
Lesa meira

Ida á Erasmus+ ráðstefnu

Verið er að leggja lokahönd á starfsáætlun Erasmus+ fyrir árin 2021-2029. Ida Semey, verkefnisstjóri erlendra samstarfsverkefna í MTR var í hópi níu einstaklinga sem boðið var á ráðstefnu í Brussel í síðustu viku þar sem nýja áætlunin var kynnt. Þarna voru liðlega 600 hagsmunaaðilar frá ráðuneytum, landsskrifstofum, sveitarfélögum, fyrirtækjum, samtökum, háskólum, framhaldsskólum, fræðslusetrum og leikskólum vítt um Evrópu. Gestum var skipt í 30 umræðuhópa og vinnustofur með mismunandi þemu. Ida segist hafa fengið tilfinningu fyrir áskorunum og tækifærum í tengslum við Erasmus+ á hverju sviði sem hún tók þátt í en ekki hafi allir verið sammála um leiðir að mismunandi markmiðum. En flestir hafi verið fullir af eldmóði og með jákvæðar væntingar. Margir hafi verið reyndir og sagt skemmtilegar sögur. Hún hafi hitt gamla kunningja, kynnst mörgu nýju fólki og fengið tækifæri til að tala öll tungumálin sex sem hún kann. Þá hafi samveran með Íslendingunum í ferðinni verið afar lærdómsrík og skemmtileg og mikill heiður að fá tækifæri til að taka þátt í umræðum, kynna skólann og kynnast hinu margslungna og fjölþjóðlega samfélagi sem Erasmus+ er.
Lesa meira

Ida á Erasmus+ ráðstefnu

Verið er að leggja lokahönd á starfsáætlun Erasmus+ fyrir árin 2021-2029. Ida Semey, verkefnisstjóri erlendra samstarfsverkefna í MTR var í hópi níu einstaklinga sem boðið var á ráðstefnu í Brussel í síðustu viku þar sem nýja áætlunin var kynnt. Þarna voru liðlega 600 hagsmunaaðilar frá ráðuneytum, landsskrifstofum, sveitarfélögum, fyrirtækjum, samtökum, háskólum, framhaldsskólum, fræðslusetrum og leikskólum vítt um Evrópu. Gestum var skipt í 30 umræðuhópa og vinnustofur með mismunandi þemu. Ida segist hafa fengið tilfinningu fyrir áskorunum og tækifærum í tengslum við Erasmus+ á hverju sviði sem hún tók þátt í en ekki hafi allir verið sammála um leiðir að mismunandi markmiðum. En flestir hafi verið fullir af eldmóði og með jákvæðar væntingar. Margir hafi verið reyndir og sagt skemmtilegar sögur. Hún hafi hitt gamla kunningja, kynnst mörgu nýju fólki og fengið tækifæri til að tala öll tungumálin sex sem hún kann. Þá hafi samveran með Íslendingunum í ferðinni verið afar lærdómsrík og skemmtileg og mikill heiður að fá tækifæri til að taka þátt í umræðum, kynna skólann og kynnast hinu margslungna og fjölþjóðlega samfélagi sem Erasmus+ er.
Lesa meira

Gestir að vestan

Háskólanemar frá Gustavus Adolphus College í Minesota í Bandaríkjunum heimsóttu skólann á þriðjudag. Þetta var tuttugu manna hópur á aldrinum 18-21 árs ásamt kennurum sínum Kjerstin Moody og Jeff La Frenierre. Nemendur GAC taka í janúarmánuði námskeið sem er ferðalag. Gjarnan er farið á framandi slóðir og námið hugsað til undirbúnings nemenda fyrir starfsferil þeirra (career course). Áhersla er á samþættingu greina á borð við bókmenntir, hagfræði, hjúkrun, landfræði og lýðheilsu. Hópurinn verður þrjár vikur á Íslandi og kynnir sér sérstaklega atvinnulíf, mannlíf og menningu í bæjum á Tröllaskaga. Lára Stefánsdóttir og Inga Eiríksdóttir tóku á móti hópnum og sögðu frá skólastarfi hér. Nemendurnir voru áhugasamir og spurðu margs. Sumir höfðu verið í grunnskóla þar sem kennslufræðin var svipuð því sem fylgt er í MTR.
Lesa meira