Þrír ættliðir mennta sig í MTR

Þrír ættliðir mmynd ÞH
Þrír ættliðir mmynd ÞH

Í fyrstu kennslustund í hinu spennandi verkefni hér í skólanum sem miðar að því að auka tæknilæsi meðal íbúa Fjallabyggðar sem eru 60 ára og eldri vildi svo skemmtilega til að þrír ættliðir voru saman komnir í skólanum til að mennta sig. Hjónin Svava Björg Jóhannsdóttir og Björn Kjartansson mættu með símana sína til fyrstu kennslustundar og fengu tilsögn frá dótturdóttur sinni Guðrúnu Ósk Auðunsdóttur, sem er nemandi við MTR, um ýmis öpp í símanum og hvernig væri hægt að nota þau. Á sama tíma hafði dóttir hjónanna og móðir Guðrúnar, Birna Sigurveig Björnsdóttir, fengið afnot af öðru næðisrými skólans til að sinna námi sínu við Háskólann á Akureyri.

Við stóðumst ekki mátið og fengum þau til að stilla sér upp fyrir myndatöku.